17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. mars 2018 00:45 Maðurinn reyndist sem betur fer furðu lítið slasaður. Vísir/Magnús Hlynur. Sautján tonna grafa valt af tengivagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í kvöld. Einn varð undir gröfunni er hún valt af vagninum. Brunavarnir Rangárþings og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fengu útkall klukkan 22:25 og sendu mikið björgunarlið á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á staðinn auk björgunarsveita. Frá björgunaraðgerðum.Vísir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárþings, segir aðstæður á vettvangi hafa verið ágætar en gott veður var á staðnum. Hann segir björgunaraðgerðina hafa verið nokkuð flókna en kallað hafi verið til öll þau tæki sem hægt hafi verið að kalla til, t il þess að ná manninum undan en hann var með meðvitund alla tímann og furðu lítið slasaður, að sögn Leifs. Til þess að lyfta gröfunni voru notaðir spilvírar af björgunarsveitarbílum sem komu á vettvang. Alls tóku á bilinu 30-40 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn þátt í aðgerðum en með samspili allra þessara aðila tókst björgunin vel. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti svo manninn, eftir að hann náðist undan gröfunni, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til nánari skoðunar. Tildrög slyssins eru ókunn og eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var verið að vinna með vélina á pallinum þegar slysið varð. Frá slysstað.Vísir/Magnús Hlynur. Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Sautján tonna grafa valt af tengivagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í kvöld. Einn varð undir gröfunni er hún valt af vagninum. Brunavarnir Rangárþings og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fengu útkall klukkan 22:25 og sendu mikið björgunarlið á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á staðinn auk björgunarsveita. Frá björgunaraðgerðum.Vísir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárþings, segir aðstæður á vettvangi hafa verið ágætar en gott veður var á staðnum. Hann segir björgunaraðgerðina hafa verið nokkuð flókna en kallað hafi verið til öll þau tæki sem hægt hafi verið að kalla til, t il þess að ná manninum undan en hann var með meðvitund alla tímann og furðu lítið slasaður, að sögn Leifs. Til þess að lyfta gröfunni voru notaðir spilvírar af björgunarsveitarbílum sem komu á vettvang. Alls tóku á bilinu 30-40 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn þátt í aðgerðum en með samspili allra þessara aðila tókst björgunin vel. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti svo manninn, eftir að hann náðist undan gröfunni, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til nánari skoðunar. Tildrög slyssins eru ókunn og eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var verið að vinna með vélina á pallinum þegar slysið varð. Frá slysstað.Vísir/Magnús Hlynur.
Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira