Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:12 Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Vísir/Egill Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu. Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu.
Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28