Framsókn hafi herjað á samninginn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Ólafur Loftsson er formaður Félags grunnskólakennara. VÍSIR/STEFÁN Grunnskólakennarar felldu í gær kjarasamning sinn við Samband íslenskra sveitarfélaga. Rúm 68 prósent félagsmanna sögðu nei í atkvæðagreiðslunni. Alls voru 4.697 manns á kjörskrá og greiddu rúm 80 prósent þeirra atkvæði eða 3.973 félagsmenn. 2.599 greiddu atkvæði gegn samningnum. „Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar það sem maður leggur fram nær ekki fram að ganga. Við hefðum ekki fallist á þennan kjarasamning hefðum við haldið að lengra yrði komist,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samningurinn kvað meðal annars á um breytingar á launum, að horfið yrði frá vinnumati, greitt yrði fyrir sértæk verkefni og að tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður. Ólafur segir að strax í upphafi hafi verið þung herferð gegn samningnum. Hún hafi átt rætur að rekja til Framsóknarflokksins í Reykjavík. Tveir verðandi stjórnarmenn í félaginu séu á lista hjá flokknum í borginni. Vísar Ólafur þar meðal annars til Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni. Aðspurður um hvað taki nú við segir Ólafur að það muni skýrast á næstunni. „Við hittum samninganefnd sveitarfélaganna á morgun. Núverandi stjórn mun gera allt sem hún getur til að ný stjórn taki við slíku búi að hún geti náð hámarksárangri í því verkefni sem fram undan er,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu í gær kjarasamning sinn við Samband íslenskra sveitarfélaga. Rúm 68 prósent félagsmanna sögðu nei í atkvæðagreiðslunni. Alls voru 4.697 manns á kjörskrá og greiddu rúm 80 prósent þeirra atkvæði eða 3.973 félagsmenn. 2.599 greiddu atkvæði gegn samningnum. „Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar það sem maður leggur fram nær ekki fram að ganga. Við hefðum ekki fallist á þennan kjarasamning hefðum við haldið að lengra yrði komist,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samningurinn kvað meðal annars á um breytingar á launum, að horfið yrði frá vinnumati, greitt yrði fyrir sértæk verkefni og að tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður. Ólafur segir að strax í upphafi hafi verið þung herferð gegn samningnum. Hún hafi átt rætur að rekja til Framsóknarflokksins í Reykjavík. Tveir verðandi stjórnarmenn í félaginu séu á lista hjá flokknum í borginni. Vísar Ólafur þar meðal annars til Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni. Aðspurður um hvað taki nú við segir Ólafur að það muni skýrast á næstunni. „Við hittum samninganefnd sveitarfélaganna á morgun. Núverandi stjórn mun gera allt sem hún getur til að ný stjórn taki við slíku búi að hún geti náð hámarksárangri í því verkefni sem fram undan er,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50