Fannst vanta „basic burger“ í hverfið Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. mars 2018 06:08 Emmsjé Gauti hefur verið túristi í Vesturbænum í sjö ár en fær að verða hluti af hverfinu núna. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin Rakel Þórhallsdóttir, eigandi Súpubarsins, og Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, hafa fest kaup á Hagavagninum við hlið Vesturbæjarlaugar og ætla sér að opna þar hamborgarastað. Með þeim í þessu verkefni verður rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti. En hvernig gerðist það? „Ég hef oft verið að labba fram hjá Hagavagninum og hugsað með mér að hann sé algjörlega kennileiti hérna í Vesturbænum. Ég var núna um daginn að labba þarna fram hjá og sá að það var svona „Til sölu“ skilti í glugganum. Það gerði mig rosalega spenntan og ég fór bara að pæla í hvað myndi koma þarna næst – verður þetta kannski hótel, einhvers konar pulsuhótel eða hvað? Ég sé að það er eitthvað í gangi og sting hausnum inn og þar eru þau Rakel og Jói í óða önn að brjóta og bramla,“ segir Gauti en eitt leiddi af öðru, skyndilega var hann kominn á fund með þeim svo úr varð samstarf. Hann segir að þarna rætist ákveðnir draumar hans, bæði að nú getur hann loksins búið til McGauta-hamborgarann og orðið meiri Vesturbæingur. „Eftir að ég flutti í Vesturbæinn langar mig meira að segjast vera úr Vesturbænum en úr Breiðholtinu. Ég er búinn að búa í Vesturbænum í um sjö ár held ég. Ég er eiginlega eins og svona óþolandi túristi sem kemur til Íslands og er alltaf bara „I love Iceland“ og er einhvern veginn alltaf hérna og kallar sig jafnvel einhverju íslensku nafni því að hann tekur svo margar myndir af norðurljósunum – þannig er ég í Vesturbænum. Þú veist, ég vakna á morgnana og anda að mér loftinu og hugsa með mér „ahh, það er eitthvað við það maður, ég veit það ekki, sjórinn eða eitthvað“.“Það þarf að tilraunir til að ná fullkomnun. pic.twitter.com/0ct0Vv4H55— Hagavagninn (@hagavagninn) March 20, 2018 Það er hinn þaulreyndi veitingamaður Ólafur Örn Ólafsson sem er á fullu að þróa matseðil staðarins, en Gauti segir hann verða einfaldan og „góðan fyrir kvíðasjúklinga eins og mig“. Þarna verður einnig á boðstólum vegan hamborgari sem mikið púður verður lagt í og áherslan verður á að hann verði „sveittur“. „Þetta verður í klassa fyrir ofan sjoppuborgarann. Þetta er ekki ísbúðin-í-hverfinu-þínu hamborgarinn. Heldur verður þetta svona hamborgarastaður sem nýtir sér aðferð sem heitir smass-börger. Það er fitumeira kjöt og aðeins öðruvísi steikingaraðferð. Þetta er geggjað því mér finnst vanta svona „basic burger“ í hverfið.“„Þetta verður börra börri – þú situr ekki með hníf og gaffal þarna. Þú færð sósu á puttana.“ Hugmyndin er sú að búa til „kósí“ stað – við hlið hans er auðvitað Vesturbæjarlaug og svo grasflöt þar sem gæti orðið talsvert líf. „Það er náttúrulega geðveikt skemmtileg uppbygging í gangi í kringum þennan punkt. Það er Kaffihús Vesturbæjar, Brauð og co. og sundlaugin auðvitað og Melabúðin. Þetta er ákveðinn menningarkjarni í Vesturbænum. Það er svo gaman að taka þátt í uppbyggingunni þarna, mér líður svolítið eins og ég sé að færa Vesturbæingum gjöf … hamborgaralykt í hverfið,“ segir Gauti hlæjandi. Á Facebook-síðu Hagavagnsins má fylgjast með breytingunum á vagninum og fleira, en í vagninum má enn finna ýmislegt strangheiðarlegt úr fortíðinni eins og gult túbusjónvarp og gömul skilti. „Í gegnum Magnús Leifsson, vin minn, hef ég fengið áhuga á bældum sjoppum – hann hefur verið að taka myndir í seríu af svona bældum sjoppum – það fer ekkert á milli mála að Hagavagninn í núverandi mynd flokkast undir slíka sjoppu. Það er mikil sál í þessum stað, hann var opnaður 1980 og stendur enn – það er einhver ástæða fyrir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hjónin Rakel Þórhallsdóttir, eigandi Súpubarsins, og Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, hafa fest kaup á Hagavagninum við hlið Vesturbæjarlaugar og ætla sér að opna þar hamborgarastað. Með þeim í þessu verkefni verður rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti. En hvernig gerðist það? „Ég hef oft verið að labba fram hjá Hagavagninum og hugsað með mér að hann sé algjörlega kennileiti hérna í Vesturbænum. Ég var núna um daginn að labba þarna fram hjá og sá að það var svona „Til sölu“ skilti í glugganum. Það gerði mig rosalega spenntan og ég fór bara að pæla í hvað myndi koma þarna næst – verður þetta kannski hótel, einhvers konar pulsuhótel eða hvað? Ég sé að það er eitthvað í gangi og sting hausnum inn og þar eru þau Rakel og Jói í óða önn að brjóta og bramla,“ segir Gauti en eitt leiddi af öðru, skyndilega var hann kominn á fund með þeim svo úr varð samstarf. Hann segir að þarna rætist ákveðnir draumar hans, bæði að nú getur hann loksins búið til McGauta-hamborgarann og orðið meiri Vesturbæingur. „Eftir að ég flutti í Vesturbæinn langar mig meira að segjast vera úr Vesturbænum en úr Breiðholtinu. Ég er búinn að búa í Vesturbænum í um sjö ár held ég. Ég er eiginlega eins og svona óþolandi túristi sem kemur til Íslands og er alltaf bara „I love Iceland“ og er einhvern veginn alltaf hérna og kallar sig jafnvel einhverju íslensku nafni því að hann tekur svo margar myndir af norðurljósunum – þannig er ég í Vesturbænum. Þú veist, ég vakna á morgnana og anda að mér loftinu og hugsa með mér „ahh, það er eitthvað við það maður, ég veit það ekki, sjórinn eða eitthvað“.“Það þarf að tilraunir til að ná fullkomnun. pic.twitter.com/0ct0Vv4H55— Hagavagninn (@hagavagninn) March 20, 2018 Það er hinn þaulreyndi veitingamaður Ólafur Örn Ólafsson sem er á fullu að þróa matseðil staðarins, en Gauti segir hann verða einfaldan og „góðan fyrir kvíðasjúklinga eins og mig“. Þarna verður einnig á boðstólum vegan hamborgari sem mikið púður verður lagt í og áherslan verður á að hann verði „sveittur“. „Þetta verður í klassa fyrir ofan sjoppuborgarann. Þetta er ekki ísbúðin-í-hverfinu-þínu hamborgarinn. Heldur verður þetta svona hamborgarastaður sem nýtir sér aðferð sem heitir smass-börger. Það er fitumeira kjöt og aðeins öðruvísi steikingaraðferð. Þetta er geggjað því mér finnst vanta svona „basic burger“ í hverfið.“„Þetta verður börra börri – þú situr ekki með hníf og gaffal þarna. Þú færð sósu á puttana.“ Hugmyndin er sú að búa til „kósí“ stað – við hlið hans er auðvitað Vesturbæjarlaug og svo grasflöt þar sem gæti orðið talsvert líf. „Það er náttúrulega geðveikt skemmtileg uppbygging í gangi í kringum þennan punkt. Það er Kaffihús Vesturbæjar, Brauð og co. og sundlaugin auðvitað og Melabúðin. Þetta er ákveðinn menningarkjarni í Vesturbænum. Það er svo gaman að taka þátt í uppbyggingunni þarna, mér líður svolítið eins og ég sé að færa Vesturbæingum gjöf … hamborgaralykt í hverfið,“ segir Gauti hlæjandi. Á Facebook-síðu Hagavagnsins má fylgjast með breytingunum á vagninum og fleira, en í vagninum má enn finna ýmislegt strangheiðarlegt úr fortíðinni eins og gult túbusjónvarp og gömul skilti. „Í gegnum Magnús Leifsson, vin minn, hef ég fengið áhuga á bældum sjoppum – hann hefur verið að taka myndir í seríu af svona bældum sjoppum – það fer ekkert á milli mála að Hagavagninn í núverandi mynd flokkast undir slíka sjoppu. Það er mikil sál í þessum stað, hann var opnaður 1980 og stendur enn – það er einhver ástæða fyrir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“