Sýknaðir af því að velta kyrrstæðum bíl í „múgæsingu“ eftir sigur Íslands á Englandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 09:29 Mikil gleði braust út á Selfossi eftir sigur Íslands á Englandi á EM 2016. Vísir/Ernir Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo karlmenn af því að stofnað lífi og heilsu ökumanns og farþega í hættu með því að hafa velt kyrrstæðum bíl á hliðina að kvöldi mánudagsins 27. júní 2016. Atvikið átti sér stað fyrir utan Kaffi Selfoss á Selfossi í fagnaðarlátum eftir frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Englandi á EM í Frakklandi. Í skýrslu lögreglu segir að hún hafi verið kölluð út vegna slagsmála við Kaffi Selfoss, jafnframt var tilkynnt að búið væri að velta þar bíl á hliðina. Við þetta slösuðust ökumaður og farþegi bílsins. Tveir menn voru ákærðir fyrir að hafa velt bifreiðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði annar maðurinn að „þarna hafi verið múgæsing og þetta hafi verið mjög furðuleg lífsreynsla“. Við aðalmeðferð sagðist annar sakborningurninn hafa verið að horfa á landsleik í knattspyrnu og í kringum það hafi verið mikil gleði. Eftir leik gekk hann út af Hótel Selfossi ásamt hópi fólks. Var hann þar með bróður ökumanns bílsins sem fór á hliðina. Sagði hann að bróðirinn hafi ætlað sér að gera grín „í systur sinni sem væri inni í bifreiðinni“ með því að taka undir bílinn á annarri hliðinni og reyna að lyfta honum. Mikið hafi verið hlegið en þegar fleira fólk bættist í hópinn og hjól bílsins hafi farið að lyftast sagðist annar sakborningurinn hafa dregið sig í hlé. Sagðist hann ekki hafa tekið þátt í að velta bílnum, enda væri það honum illmögulegt eftir vinnuslys fyrir nokkrum árum.Ósannað að þeir hafi velt bílnumHinn sakborningurinn bar því við að enginn ásetningur hafi verið að skemma bílinn eða valda líkamstjóni. Þegar hann og bróðir ökumannsins hafi orðið þess áskynja að bíllinn gæti farið á hliðina hafi þeir farið að toga á móti, til þess að koma bílnum aftur niður.Fleiri voru hins vegar að ýta á móti og að lokum kom ónafngreindur einstaklingur sem náði góðu taki og velti bílnum endanlega.Ökumaður og farþegi bílsins gátu hvorugt sagt til um það hvort að hinir ákærðu hefðu átt þátt í því að velta bílnum, sem og önnur vitni í málinu.Var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands að það væri ósannað að hinir ákærðu hafi haft ásetning til að velta bílnum á hliðina og jafnframt að þeir hafi átt þátt í því að hún valt á hliðina. Þá væri einnig ósannað með öllu að ákærðu hafi haft ásetning til að stofna lífi eða heilsu C og D í augljósan háska af gáska og á ófyrirleitinn hátt.Voru þeir því sýknaðir af ákæru um að hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins í háska með því að hafa velt bílnum. Dómsmál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo karlmenn af því að stofnað lífi og heilsu ökumanns og farþega í hættu með því að hafa velt kyrrstæðum bíl á hliðina að kvöldi mánudagsins 27. júní 2016. Atvikið átti sér stað fyrir utan Kaffi Selfoss á Selfossi í fagnaðarlátum eftir frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Englandi á EM í Frakklandi. Í skýrslu lögreglu segir að hún hafi verið kölluð út vegna slagsmála við Kaffi Selfoss, jafnframt var tilkynnt að búið væri að velta þar bíl á hliðina. Við þetta slösuðust ökumaður og farþegi bílsins. Tveir menn voru ákærðir fyrir að hafa velt bifreiðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði annar maðurinn að „þarna hafi verið múgæsing og þetta hafi verið mjög furðuleg lífsreynsla“. Við aðalmeðferð sagðist annar sakborningurninn hafa verið að horfa á landsleik í knattspyrnu og í kringum það hafi verið mikil gleði. Eftir leik gekk hann út af Hótel Selfossi ásamt hópi fólks. Var hann þar með bróður ökumanns bílsins sem fór á hliðina. Sagði hann að bróðirinn hafi ætlað sér að gera grín „í systur sinni sem væri inni í bifreiðinni“ með því að taka undir bílinn á annarri hliðinni og reyna að lyfta honum. Mikið hafi verið hlegið en þegar fleira fólk bættist í hópinn og hjól bílsins hafi farið að lyftast sagðist annar sakborningurinn hafa dregið sig í hlé. Sagðist hann ekki hafa tekið þátt í að velta bílnum, enda væri það honum illmögulegt eftir vinnuslys fyrir nokkrum árum.Ósannað að þeir hafi velt bílnumHinn sakborningurinn bar því við að enginn ásetningur hafi verið að skemma bílinn eða valda líkamstjóni. Þegar hann og bróðir ökumannsins hafi orðið þess áskynja að bíllinn gæti farið á hliðina hafi þeir farið að toga á móti, til þess að koma bílnum aftur niður.Fleiri voru hins vegar að ýta á móti og að lokum kom ónafngreindur einstaklingur sem náði góðu taki og velti bílnum endanlega.Ökumaður og farþegi bílsins gátu hvorugt sagt til um það hvort að hinir ákærðu hefðu átt þátt í því að velta bílnum, sem og önnur vitni í málinu.Var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands að það væri ósannað að hinir ákærðu hafi haft ásetning til að velta bílnum á hliðina og jafnframt að þeir hafi átt þátt í því að hún valt á hliðina. Þá væri einnig ósannað með öllu að ákærðu hafi haft ásetning til að stofna lífi eða heilsu C og D í augljósan háska af gáska og á ófyrirleitinn hátt.Voru þeir því sýknaðir af ákæru um að hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins í háska með því að hafa velt bílnum.
Dómsmál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira