Sleppt úr gæsluvarðhaldi grunaður um ofbeldi gegn nýbakaðri móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2018 11:25 Landsréttur hefur fellt gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness úr gildi. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi. Lögreglumál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi.
Lögreglumál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira