Innlent

Yngstu fréttamenn landsins í Hraunvallaskóla

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Á hverju ári eru haldnir Hraunvallaleikar í Hraunvallaskóla. Þá er nemendum skipt í hópa og óhefðbundið skólastarf tekur við af námsbókum og glósum.

Til þess að fylgjast með öllu fjörinu er starfrækt fréttastofa, Varlafréttir, sem er með sína eigin fréttasíðu, Snapchat og varpar beint frá leikunum í gegnum Youtube.
Fréttamaður Stöðvar 2 kynnti sér málið og að lokum lét þessa ungu og metnaðarfullu fréttamenn taka yfir og klára fréttina eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.