Segja brotið gegn Barnasáttmálanum í máli Eugenes Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. mars 2018 20:00 Vinir nígerísks manns sem hefur ekki séð börn sín í um níu mánuði segja íslensk yfirvöld brjóta gróflega gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Maðurinn var sendur úr landi síðasta sumar og verður mál hans ekki skoðað á ný fyrr en hann greiðir reikning upp á eina komma eina milljón króna. Fjölskylduhátíð og söfnun til styrktar hinum nígeríska Eugene Imoto fór fram við Bergþórugötu í dag. Eugene var vísað úr landi í júní – eftir að umsókn hans, fyrrverandi sambýliskonu og barna, um vernd hér á landi, hafði verið í vinnslu í um þrjú ár. Sagt var frá málinu í kvöldfréttum í janúar, en Eugene var á þeim tíma með atvinnuleyfi hér á landi og starfaði á veitingastað í miðborginni. Fyrrverandi sambýliskona hans, Regina, er hins vegar búsett á Akureyri ásamt börnum þeirra þremur. „Þau munu búa og lifa á Íslandi, nú eru liðnir níu mánuðir síðan hann var sendur í burtu. Börnin munu ekkert gleyma þessu. Kannski yngsta barnið, en hin tvö, þessi brottvísun og hvarf Eugene úr þeirra lífi er bara fast í þeim,“ segir fjölskylduvinurinn Elínborg Harpa Önundardóttir.Þurfa að geriða 1,1 milljón króna Með söfnuninni í dag var að því stefnt að skrapa saman upp í 1,1 milljónar skuld sem Eugene þarf að greiða fyrir brottflutning sinn úr landi, áður en til greina kemur af hálfu yfirvalda að skoða mál hans á ný á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Elínborg segir aðstandendur hafa óskað eftir fundi með yfirvöldum vegna skuldarinnar, en engin svör borist. „Þegar Eugene var sendur í burtu var mál Reginu og barnanna þeirra enn í gangi og miklar líkur á að þau myndu fá dvalarleyfi. Svo stuttu áður en Eugene var sendur út fengu þau dvalarleyfi,“ segir Elínborg. Reginu, fyrrverandi sambýliskonu Eugenes, barst á dögunum bréf frá þjóðskrá þar sem fram kom að Eugene þyrfti að senda yfirvöldum staðfestingu þess efnis að hann væri faðir yngsta barns þeirra. Þau höfðu slitið samvistum þegar barnið fæddist og það því ekki feðrað með formlega réttum hætti. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að barn ætti rétt á að þekkja báða foreldra sína skv. ákvæðum barnalaga. Þetta segir Elínborg áhugaverða þversögn, enda telur hópurinn mannréttindi brotin í málinu. „Það stendur í Barnasáttmálanum að það eigi að miða að því að halda fjölskyldum saman og að börn eigi rétt á að umgangast báða foreldra sína. Þetta er augljóslega verið að brjóta.“ Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Vinir nígerísks manns sem hefur ekki séð börn sín í um níu mánuði segja íslensk yfirvöld brjóta gróflega gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Maðurinn var sendur úr landi síðasta sumar og verður mál hans ekki skoðað á ný fyrr en hann greiðir reikning upp á eina komma eina milljón króna. Fjölskylduhátíð og söfnun til styrktar hinum nígeríska Eugene Imoto fór fram við Bergþórugötu í dag. Eugene var vísað úr landi í júní – eftir að umsókn hans, fyrrverandi sambýliskonu og barna, um vernd hér á landi, hafði verið í vinnslu í um þrjú ár. Sagt var frá málinu í kvöldfréttum í janúar, en Eugene var á þeim tíma með atvinnuleyfi hér á landi og starfaði á veitingastað í miðborginni. Fyrrverandi sambýliskona hans, Regina, er hins vegar búsett á Akureyri ásamt börnum þeirra þremur. „Þau munu búa og lifa á Íslandi, nú eru liðnir níu mánuðir síðan hann var sendur í burtu. Börnin munu ekkert gleyma þessu. Kannski yngsta barnið, en hin tvö, þessi brottvísun og hvarf Eugene úr þeirra lífi er bara fast í þeim,“ segir fjölskylduvinurinn Elínborg Harpa Önundardóttir.Þurfa að geriða 1,1 milljón króna Með söfnuninni í dag var að því stefnt að skrapa saman upp í 1,1 milljónar skuld sem Eugene þarf að greiða fyrir brottflutning sinn úr landi, áður en til greina kemur af hálfu yfirvalda að skoða mál hans á ný á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Elínborg segir aðstandendur hafa óskað eftir fundi með yfirvöldum vegna skuldarinnar, en engin svör borist. „Þegar Eugene var sendur í burtu var mál Reginu og barnanna þeirra enn í gangi og miklar líkur á að þau myndu fá dvalarleyfi. Svo stuttu áður en Eugene var sendur út fengu þau dvalarleyfi,“ segir Elínborg. Reginu, fyrrverandi sambýliskonu Eugenes, barst á dögunum bréf frá þjóðskrá þar sem fram kom að Eugene þyrfti að senda yfirvöldum staðfestingu þess efnis að hann væri faðir yngsta barns þeirra. Þau höfðu slitið samvistum þegar barnið fæddist og það því ekki feðrað með formlega réttum hætti. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að barn ætti rétt á að þekkja báða foreldra sína skv. ákvæðum barnalaga. Þetta segir Elínborg áhugaverða þversögn, enda telur hópurinn mannréttindi brotin í málinu. „Það stendur í Barnasáttmálanum að það eigi að miða að því að halda fjölskyldum saman og að börn eigi rétt á að umgangast báða foreldra sína. Þetta er augljóslega verið að brjóta.“
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira