Segja brotið gegn Barnasáttmálanum í máli Eugenes Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. mars 2018 20:00 Vinir nígerísks manns sem hefur ekki séð börn sín í um níu mánuði segja íslensk yfirvöld brjóta gróflega gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Maðurinn var sendur úr landi síðasta sumar og verður mál hans ekki skoðað á ný fyrr en hann greiðir reikning upp á eina komma eina milljón króna. Fjölskylduhátíð og söfnun til styrktar hinum nígeríska Eugene Imoto fór fram við Bergþórugötu í dag. Eugene var vísað úr landi í júní – eftir að umsókn hans, fyrrverandi sambýliskonu og barna, um vernd hér á landi, hafði verið í vinnslu í um þrjú ár. Sagt var frá málinu í kvöldfréttum í janúar, en Eugene var á þeim tíma með atvinnuleyfi hér á landi og starfaði á veitingastað í miðborginni. Fyrrverandi sambýliskona hans, Regina, er hins vegar búsett á Akureyri ásamt börnum þeirra þremur. „Þau munu búa og lifa á Íslandi, nú eru liðnir níu mánuðir síðan hann var sendur í burtu. Börnin munu ekkert gleyma þessu. Kannski yngsta barnið, en hin tvö, þessi brottvísun og hvarf Eugene úr þeirra lífi er bara fast í þeim,“ segir fjölskylduvinurinn Elínborg Harpa Önundardóttir.Þurfa að geriða 1,1 milljón króna Með söfnuninni í dag var að því stefnt að skrapa saman upp í 1,1 milljónar skuld sem Eugene þarf að greiða fyrir brottflutning sinn úr landi, áður en til greina kemur af hálfu yfirvalda að skoða mál hans á ný á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Elínborg segir aðstandendur hafa óskað eftir fundi með yfirvöldum vegna skuldarinnar, en engin svör borist. „Þegar Eugene var sendur í burtu var mál Reginu og barnanna þeirra enn í gangi og miklar líkur á að þau myndu fá dvalarleyfi. Svo stuttu áður en Eugene var sendur út fengu þau dvalarleyfi,“ segir Elínborg. Reginu, fyrrverandi sambýliskonu Eugenes, barst á dögunum bréf frá þjóðskrá þar sem fram kom að Eugene þyrfti að senda yfirvöldum staðfestingu þess efnis að hann væri faðir yngsta barns þeirra. Þau höfðu slitið samvistum þegar barnið fæddist og það því ekki feðrað með formlega réttum hætti. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að barn ætti rétt á að þekkja báða foreldra sína skv. ákvæðum barnalaga. Þetta segir Elínborg áhugaverða þversögn, enda telur hópurinn mannréttindi brotin í málinu. „Það stendur í Barnasáttmálanum að það eigi að miða að því að halda fjölskyldum saman og að börn eigi rétt á að umgangast báða foreldra sína. Þetta er augljóslega verið að brjóta.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Vinir nígerísks manns sem hefur ekki séð börn sín í um níu mánuði segja íslensk yfirvöld brjóta gróflega gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Maðurinn var sendur úr landi síðasta sumar og verður mál hans ekki skoðað á ný fyrr en hann greiðir reikning upp á eina komma eina milljón króna. Fjölskylduhátíð og söfnun til styrktar hinum nígeríska Eugene Imoto fór fram við Bergþórugötu í dag. Eugene var vísað úr landi í júní – eftir að umsókn hans, fyrrverandi sambýliskonu og barna, um vernd hér á landi, hafði verið í vinnslu í um þrjú ár. Sagt var frá málinu í kvöldfréttum í janúar, en Eugene var á þeim tíma með atvinnuleyfi hér á landi og starfaði á veitingastað í miðborginni. Fyrrverandi sambýliskona hans, Regina, er hins vegar búsett á Akureyri ásamt börnum þeirra þremur. „Þau munu búa og lifa á Íslandi, nú eru liðnir níu mánuðir síðan hann var sendur í burtu. Börnin munu ekkert gleyma þessu. Kannski yngsta barnið, en hin tvö, þessi brottvísun og hvarf Eugene úr þeirra lífi er bara fast í þeim,“ segir fjölskylduvinurinn Elínborg Harpa Önundardóttir.Þurfa að geriða 1,1 milljón króna Með söfnuninni í dag var að því stefnt að skrapa saman upp í 1,1 milljónar skuld sem Eugene þarf að greiða fyrir brottflutning sinn úr landi, áður en til greina kemur af hálfu yfirvalda að skoða mál hans á ný á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Elínborg segir aðstandendur hafa óskað eftir fundi með yfirvöldum vegna skuldarinnar, en engin svör borist. „Þegar Eugene var sendur í burtu var mál Reginu og barnanna þeirra enn í gangi og miklar líkur á að þau myndu fá dvalarleyfi. Svo stuttu áður en Eugene var sendur út fengu þau dvalarleyfi,“ segir Elínborg. Reginu, fyrrverandi sambýliskonu Eugenes, barst á dögunum bréf frá þjóðskrá þar sem fram kom að Eugene þyrfti að senda yfirvöldum staðfestingu þess efnis að hann væri faðir yngsta barns þeirra. Þau höfðu slitið samvistum þegar barnið fæddist og það því ekki feðrað með formlega réttum hætti. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að barn ætti rétt á að þekkja báða foreldra sína skv. ákvæðum barnalaga. Þetta segir Elínborg áhugaverða þversögn, enda telur hópurinn mannréttindi brotin í málinu. „Það stendur í Barnasáttmálanum að það eigi að miða að því að halda fjölskyldum saman og að börn eigi rétt á að umgangast báða foreldra sína. Þetta er augljóslega verið að brjóta.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira