Hreinsuðu NATO-verkið að mestu eftir spjöllin Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 13:39 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur reyndu að ná mestu af óhreinindunum sem var atað yfir listaverkið Tuttugu loga á Hagatogi í gær. Forvörður tekur verkið út á morgun til að ákveða næstu skref. Svo virðist sem að um mótmæli gegn framferði Tyrkja í Sýrlandi hafi verið að ræða. Listaverkið var tjargað og fiðrað auk þess sem málað var yfir nafn Tyrklands með rauðri málningu í gær. Þá voru logar brotnir af verkinu en logarnir eiga að vera tákn um NATO-þjóðirnar tuttugu. Enginn hefur enn þorað að gangast við skemmdarverkunum undir nafni. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, hugaði að verkinu í morgun en það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við erum að taka mesta af því núna. Svo fæ ég forvörð til þess að kíkja með mér á morgun til að sjá hvort það sé önnur efni sem þarf að nota til þess að ná þessu af almennilega,“ segir hann í samtali við Vísi.Viðkvæm efniHann segir listaverk af þessu tagi viðkvæm og oft megi efnin í þeim ekki við miklu. „Þó að þetta sé úr bronsi þá er platínuhúð sem er viðkvæm og það verður að flýta sér hægt í svoleiðis málum,“ segir Sigurður Trausti. Verkið stendur á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Það var afhjúpað árið 2002 í tilefni af stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjöll eru unnin á því. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt en ekkert nafn fylgdi ábendingunni. Tengdar fréttir Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur reyndu að ná mestu af óhreinindunum sem var atað yfir listaverkið Tuttugu loga á Hagatogi í gær. Forvörður tekur verkið út á morgun til að ákveða næstu skref. Svo virðist sem að um mótmæli gegn framferði Tyrkja í Sýrlandi hafi verið að ræða. Listaverkið var tjargað og fiðrað auk þess sem málað var yfir nafn Tyrklands með rauðri málningu í gær. Þá voru logar brotnir af verkinu en logarnir eiga að vera tákn um NATO-þjóðirnar tuttugu. Enginn hefur enn þorað að gangast við skemmdarverkunum undir nafni. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, hugaði að verkinu í morgun en það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við erum að taka mesta af því núna. Svo fæ ég forvörð til þess að kíkja með mér á morgun til að sjá hvort það sé önnur efni sem þarf að nota til þess að ná þessu af almennilega,“ segir hann í samtali við Vísi.Viðkvæm efniHann segir listaverk af þessu tagi viðkvæm og oft megi efnin í þeim ekki við miklu. „Þó að þetta sé úr bronsi þá er platínuhúð sem er viðkvæm og það verður að flýta sér hægt í svoleiðis málum,“ segir Sigurður Trausti. Verkið stendur á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Það var afhjúpað árið 2002 í tilefni af stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjöll eru unnin á því. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt en ekkert nafn fylgdi ábendingunni.
Tengdar fréttir Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45