Hreinsuðu NATO-verkið að mestu eftir spjöllin Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 13:39 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur reyndu að ná mestu af óhreinindunum sem var atað yfir listaverkið Tuttugu loga á Hagatogi í gær. Forvörður tekur verkið út á morgun til að ákveða næstu skref. Svo virðist sem að um mótmæli gegn framferði Tyrkja í Sýrlandi hafi verið að ræða. Listaverkið var tjargað og fiðrað auk þess sem málað var yfir nafn Tyrklands með rauðri málningu í gær. Þá voru logar brotnir af verkinu en logarnir eiga að vera tákn um NATO-þjóðirnar tuttugu. Enginn hefur enn þorað að gangast við skemmdarverkunum undir nafni. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, hugaði að verkinu í morgun en það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við erum að taka mesta af því núna. Svo fæ ég forvörð til þess að kíkja með mér á morgun til að sjá hvort það sé önnur efni sem þarf að nota til þess að ná þessu af almennilega,“ segir hann í samtali við Vísi.Viðkvæm efniHann segir listaverk af þessu tagi viðkvæm og oft megi efnin í þeim ekki við miklu. „Þó að þetta sé úr bronsi þá er platínuhúð sem er viðkvæm og það verður að flýta sér hægt í svoleiðis málum,“ segir Sigurður Trausti. Verkið stendur á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Það var afhjúpað árið 2002 í tilefni af stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjöll eru unnin á því. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt en ekkert nafn fylgdi ábendingunni. Tengdar fréttir Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur reyndu að ná mestu af óhreinindunum sem var atað yfir listaverkið Tuttugu loga á Hagatogi í gær. Forvörður tekur verkið út á morgun til að ákveða næstu skref. Svo virðist sem að um mótmæli gegn framferði Tyrkja í Sýrlandi hafi verið að ræða. Listaverkið var tjargað og fiðrað auk þess sem málað var yfir nafn Tyrklands með rauðri málningu í gær. Þá voru logar brotnir af verkinu en logarnir eiga að vera tákn um NATO-þjóðirnar tuttugu. Enginn hefur enn þorað að gangast við skemmdarverkunum undir nafni. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, hugaði að verkinu í morgun en það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við erum að taka mesta af því núna. Svo fæ ég forvörð til þess að kíkja með mér á morgun til að sjá hvort það sé önnur efni sem þarf að nota til þess að ná þessu af almennilega,“ segir hann í samtali við Vísi.Viðkvæm efniHann segir listaverk af þessu tagi viðkvæm og oft megi efnin í þeim ekki við miklu. „Þó að þetta sé úr bronsi þá er platínuhúð sem er viðkvæm og það verður að flýta sér hægt í svoleiðis málum,“ segir Sigurður Trausti. Verkið stendur á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Það var afhjúpað árið 2002 í tilefni af stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjöll eru unnin á því. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt en ekkert nafn fylgdi ábendingunni.
Tengdar fréttir Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent