Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:45 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“ Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira