Lífið

Mikið magn af fentanýli fannst í blóði Prince

Birgir Olgeirsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Prince.
Tónlistarmaðurinn Prince. Vísir/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince lést vegna of stórs skammts af verkjalyfinu fentanýliAssociated Press greinir frá þessu en fjölmiðillinn hefur skýrslu vegna krufningar á líki tónlistarmannsins undir höndum.

Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni hefur fólk látist af völdum fentanýls þegar það hefur mælst frá þremur míkrógrömmum í hverjum lítra af blóði og allt upp í 58 míkrógrömm í hverjum lítra af blóði. Þegar Prince lést voru 67,8 míkrógrömm af fentanýli í hverjum lítra af blóði.

Í lifur söngvarans fannst mikið magn af fentanýli og þá fannst einnig mögulega banvænn skammtur af þessu öfluga verkjalyfi í maga hans.

Prince fannst látinn á heimili sínu í Paisley Park í Minnesota í Bandaríkjunum í apríl árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×