Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Beðið hefur verið lengi eftir flutningi á raflínum sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fréttablaðið/Daníel „Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09