Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Beðið hefur verið lengi eftir flutningi á raflínum sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fréttablaðið/Daníel „Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09