Framlengja lokun við Fjaðrárgljúfur um níu vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 11:00 Svæðið við Fjaðrárgljúfur hefur fundið fyrir ágangi ferðamanna síðustu misseri. Mynd/Umhverfisstofnun Lokun á svæði við Fjaðrárgljúfur hefur verið framlengd um níu vikur vegna slæms ástands á jarðvegi. Þá hefur fagaðili verið ráðinn til að meta hvaða aðgerða er þörf við úrbætur á svæðinu auk þess sem fjármagni hefur verið úthlutað til bráðaaðgerða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhversstofnunar. Umhverfisstofnun auglýsti lokun á svæðinu við Fjaðrárgljúfur 16. mars síðastliðinn í tvær vikur, m.a. vegna mikils ágangs ferðamanna. Ljóst er að ekki er raunhæft að opna svæðið strax vegna aurbleytu og slæms ástands göngustígs.Fjármagni úthlutað til bráðaaðgerða Þá hefur stofnunin ráðið landslagsarkitekt til að meta til hvaða aðgerða nauðsynlegt er að grípa til að geta opnað svæðið aftur. Þegar tillögur fagaðila liggja fyrir um nauðsynlegar úrbætur mun Umhverfisstofnun í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Skaftárhrepp fara í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt sé að opna svæðið fyrir gestum. Fjármagni hefur auk þess verið úthlutað úr landsáætlun til bráðaaðgerða á göngustígum en fagaðila verður einnig falið að gera tillögur að varanlegum lausnum á göngustígum og stýringu á gangandi umferð um svæðið. „Lögð verður áhersla á að innviðir falli vel að landslaginu og notast við besta fáanlega efni sem hentar svæðinu með tilliti til verndunar svæðisins, veðráttu og fjölda gesta,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Opnað eigi síðar en 1. júní Umhverfisstofnun hefur því ákveðið að framlengja lokunina við Fjaðrárgljúfur um 9 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið Skaftárhrepp, landeigendur, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og bráðaaðgerðum er lokið eða eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Vonast stofnunin til þess að lokanirnar verði virtar. „Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Lokun á svæði við Fjaðrárgljúfur hefur verið framlengd um níu vikur vegna slæms ástands á jarðvegi. Þá hefur fagaðili verið ráðinn til að meta hvaða aðgerða er þörf við úrbætur á svæðinu auk þess sem fjármagni hefur verið úthlutað til bráðaaðgerða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhversstofnunar. Umhverfisstofnun auglýsti lokun á svæðinu við Fjaðrárgljúfur 16. mars síðastliðinn í tvær vikur, m.a. vegna mikils ágangs ferðamanna. Ljóst er að ekki er raunhæft að opna svæðið strax vegna aurbleytu og slæms ástands göngustígs.Fjármagni úthlutað til bráðaaðgerða Þá hefur stofnunin ráðið landslagsarkitekt til að meta til hvaða aðgerða nauðsynlegt er að grípa til að geta opnað svæðið aftur. Þegar tillögur fagaðila liggja fyrir um nauðsynlegar úrbætur mun Umhverfisstofnun í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Skaftárhrepp fara í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt sé að opna svæðið fyrir gestum. Fjármagni hefur auk þess verið úthlutað úr landsáætlun til bráðaaðgerða á göngustígum en fagaðila verður einnig falið að gera tillögur að varanlegum lausnum á göngustígum og stýringu á gangandi umferð um svæðið. „Lögð verður áhersla á að innviðir falli vel að landslaginu og notast við besta fáanlega efni sem hentar svæðinu með tilliti til verndunar svæðisins, veðráttu og fjölda gesta,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Opnað eigi síðar en 1. júní Umhverfisstofnun hefur því ákveðið að framlengja lokunina við Fjaðrárgljúfur um 9 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið Skaftárhrepp, landeigendur, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og bráðaaðgerðum er lokið eða eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Vonast stofnunin til þess að lokanirnar verði virtar. „Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38