Berjast gegn „eitraðri karlmennsku“ með reynslusögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 20:30 Þorsteinn V. Einarsson er forsprakki byltingarinnar sem vakið hefur athygli undir myllumerkinu #karlmennskan. Mynd/Samsett Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta „eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir, sem margar eru samtvinnaðar hugmyndum um karlmennsku. Þorsteinn V. Einarsson hrinti byltingunni af stað í dag en hann segir Sóleyju Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, hafa laumað hugmyndinni að sér í morgun. Þorsteinn kveðst hafa gripið boltann á lofti og hvatt karlmenn til að deila sögum af téðri „eitraðri karlmennsku“ á samfélagsmiðlum. „Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur,“ skrifaði Þorsteinn í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag.Konur yfir sig hrifnar en karlar örlítið feimnariÞorsteinn segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við átakinu hafi verið góð. Hann tekur þó eftir greinilegum mun á viðbrögðum kynjanna og segir konur taka sérstaklega vel í boðskapinn. Karlar virðast hins vegar örlítið feimnari við að lýsa opinberlega yfir stuðningi við átakið og taka þátt í því. „Og það er partur af því hversu mikilvægt það er að fjalla um þetta, nefnilega að viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og sterk hjá konum. Konur hafa tekið þessu fagnandi en það hefur verið aðeins minna um viðbrögð hjá kynbræðrum mínum,“ segir Þorsteinn.Ávarpa kynjaðan veruleikaAð sögn Þorsteins hefur þó mikillar ánægju og þakklætis gætt hjá karlmönnum vegna #karlmennskunnar og honum hafi borist nokkur fjöldi einkaskilaboða. „Ég hef fengið nokkur skilaboð þar sem karlmenn hafa sagst vera ánægðir með þetta og þakkað mér fyrir en hafa ekki verið tilbúnir til þess að deila sínum sögum. Þetta undirstrikar í raun hver staðan er,“ segir Þorsteinn en ítrekar að hann sé þó ekki að gera lítið úr viðbrögðum karlanna. Þau endurspegli hins vegar hversu þarft átak af þessu tagi er. „Það má ekki vera þannig að strákar upplifi t.d. #MeToo-byltinguna sem persónulega árás á sig, vegna þess að hún er það alls ekki. Hún er árás á þetta kerfisbundna ójafnrétti sem við viðhöldum í afstöðu- og andvaraleysi okkar. Við viljum ávarpa þennan kynjaða veruleika.“Hér að neðan má sjá nokkrar færslur karlmanna undir myllumerkinu #karlmennskan.Ég grét um daginn í rútunni á leið í útileik með liðinu mínu þegar ég horfði á Interstellar (faðir-dóttir dæmið rennur beint í grátkirtlana) reyndi að halda í mér og fela eins og ég gat #karlmennskan— Rúnar Kárason (@runarkarason) March 13, 2018 Ég var þjakaður af vanlíðan á mínum unglingsárum. Mér leið það illa að mig langaði oft að deyja. Í staðinn fyrir að leita mér hjálpar sálfræðings þá fór ég að brjóta af mér til að "lenda hjá skólasálfræðingnum". Þorði svo ekkert að ræða við hana né sýna tilfinningar #Karlmennskan— Maggi Peran (@maggiperan) March 13, 2018 Ég játa að í hvert skipti sem ég tjái mig með femínisma eða gegn eitraðri karlmennsku svitna ég köldum svita um hverskonar hatursviðbrögð ég muni fá, þó ég þykist vera grjótharður. Og það á líka við um þessa færslu #karlmennskan— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) March 13, 2018 Hafandi unnið á leikskóla í meira en 12 ár og ennþá fá spurninguna "ætlaru ekki að fara bráðum að hætta þessu og finna þér eitthvað annað starf?" Meinandi að ég sem karlmaður eigi að vinna við eitthvað annað #karlmennskan— Baldvin Már (@baldvinmb) March 13, 2018 Mér finnst Baileys ógeðslega gott. Panta það samt helst ekki á bar af því að #karlmennskan pic.twitter.com/uv6lCVGhqm— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 13, 2018 Ég elska @taylorswift13 og horfi á Greys og skammast mín stundum fyrir #karlmennskan— Brynjar Smári (@Brynjar_Smari) March 13, 2018 #karlmennskan Tweets Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta „eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir, sem margar eru samtvinnaðar hugmyndum um karlmennsku. Þorsteinn V. Einarsson hrinti byltingunni af stað í dag en hann segir Sóleyju Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, hafa laumað hugmyndinni að sér í morgun. Þorsteinn kveðst hafa gripið boltann á lofti og hvatt karlmenn til að deila sögum af téðri „eitraðri karlmennsku“ á samfélagsmiðlum. „Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur,“ skrifaði Þorsteinn í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag.Konur yfir sig hrifnar en karlar örlítið feimnariÞorsteinn segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við átakinu hafi verið góð. Hann tekur þó eftir greinilegum mun á viðbrögðum kynjanna og segir konur taka sérstaklega vel í boðskapinn. Karlar virðast hins vegar örlítið feimnari við að lýsa opinberlega yfir stuðningi við átakið og taka þátt í því. „Og það er partur af því hversu mikilvægt það er að fjalla um þetta, nefnilega að viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og sterk hjá konum. Konur hafa tekið þessu fagnandi en það hefur verið aðeins minna um viðbrögð hjá kynbræðrum mínum,“ segir Þorsteinn.Ávarpa kynjaðan veruleikaAð sögn Þorsteins hefur þó mikillar ánægju og þakklætis gætt hjá karlmönnum vegna #karlmennskunnar og honum hafi borist nokkur fjöldi einkaskilaboða. „Ég hef fengið nokkur skilaboð þar sem karlmenn hafa sagst vera ánægðir með þetta og þakkað mér fyrir en hafa ekki verið tilbúnir til þess að deila sínum sögum. Þetta undirstrikar í raun hver staðan er,“ segir Þorsteinn en ítrekar að hann sé þó ekki að gera lítið úr viðbrögðum karlanna. Þau endurspegli hins vegar hversu þarft átak af þessu tagi er. „Það má ekki vera þannig að strákar upplifi t.d. #MeToo-byltinguna sem persónulega árás á sig, vegna þess að hún er það alls ekki. Hún er árás á þetta kerfisbundna ójafnrétti sem við viðhöldum í afstöðu- og andvaraleysi okkar. Við viljum ávarpa þennan kynjaða veruleika.“Hér að neðan má sjá nokkrar færslur karlmanna undir myllumerkinu #karlmennskan.Ég grét um daginn í rútunni á leið í útileik með liðinu mínu þegar ég horfði á Interstellar (faðir-dóttir dæmið rennur beint í grátkirtlana) reyndi að halda í mér og fela eins og ég gat #karlmennskan— Rúnar Kárason (@runarkarason) March 13, 2018 Ég var þjakaður af vanlíðan á mínum unglingsárum. Mér leið það illa að mig langaði oft að deyja. Í staðinn fyrir að leita mér hjálpar sálfræðings þá fór ég að brjóta af mér til að "lenda hjá skólasálfræðingnum". Þorði svo ekkert að ræða við hana né sýna tilfinningar #Karlmennskan— Maggi Peran (@maggiperan) March 13, 2018 Ég játa að í hvert skipti sem ég tjái mig með femínisma eða gegn eitraðri karlmennsku svitna ég köldum svita um hverskonar hatursviðbrögð ég muni fá, þó ég þykist vera grjótharður. Og það á líka við um þessa færslu #karlmennskan— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) March 13, 2018 Hafandi unnið á leikskóla í meira en 12 ár og ennþá fá spurninguna "ætlaru ekki að fara bráðum að hætta þessu og finna þér eitthvað annað starf?" Meinandi að ég sem karlmaður eigi að vinna við eitthvað annað #karlmennskan— Baldvin Már (@baldvinmb) March 13, 2018 Mér finnst Baileys ógeðslega gott. Panta það samt helst ekki á bar af því að #karlmennskan pic.twitter.com/uv6lCVGhqm— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 13, 2018 Ég elska @taylorswift13 og horfi á Greys og skammast mín stundum fyrir #karlmennskan— Brynjar Smári (@Brynjar_Smari) March 13, 2018 #karlmennskan Tweets
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira