Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 21:54 Claire Foy í hlutverki Englandsdrottningar en fyrir aftan hana stendur Matt Smith í hlutverki eiginmanns drottningarinnar. Netflix Leikkonan Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar Matt Smith í Netflix-þáttaröðinni The Crown. Sú sería segir frá ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Foy fór með hlutverk drottningarinnar í fyrstu tveimur þáttaröðunum en Smith lék Filippus prins, eiginmann drottningarinnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar er vísað í framleiðendur The Crown. Framleiðendurnir greindu frá þessu á málþingi í Jerúsalem fyrr í dag þar sem þeir voru spurðir hvort Matt Smith hefði fengið meira borgað en Foy. Framleiðendurnir, Suzanne Mackie og Andy Harries, sögðu að Smith hefði fengið meira borgað vegna þess að hann væri þekktari en Foy eftir að hafa leikið í þáttaröðinni vinsælu Doctor Who. Sögðust framleiðendurnir ætla að leiðrétta þetta þegar næstu þáttaraðir The Crown fara í framleiðslu. „Hér eftir mun enginn fá meira borgað en drottningin,“ sagði Mackie við þá sem sóttu þetta málþing. Foy er sögð hafa fengið um 40 þúsund dollara, sem samsvarar tæpum fjórum milljónum króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir hvern þátt í The Crown en hún mun ekki leika í þriðju þáttaröðinni, sem verður tekin upp í sumar, því nýir leikarar verða fengnir inn sem henta betur fyrir það æviskeið drottningarinnar sem verður til umfjöllunar í þeirri þáttaröð. Foy hefur hlotið Golden Globe-verðlaun og Bafta-verðlaun fyrir leik sinn í The Crown en leikkonan Olivia Colman mun taka við af henni í þriðju þáttaröðinni. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Leikkonan Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar Matt Smith í Netflix-þáttaröðinni The Crown. Sú sería segir frá ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Foy fór með hlutverk drottningarinnar í fyrstu tveimur þáttaröðunum en Smith lék Filippus prins, eiginmann drottningarinnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar er vísað í framleiðendur The Crown. Framleiðendurnir greindu frá þessu á málþingi í Jerúsalem fyrr í dag þar sem þeir voru spurðir hvort Matt Smith hefði fengið meira borgað en Foy. Framleiðendurnir, Suzanne Mackie og Andy Harries, sögðu að Smith hefði fengið meira borgað vegna þess að hann væri þekktari en Foy eftir að hafa leikið í þáttaröðinni vinsælu Doctor Who. Sögðust framleiðendurnir ætla að leiðrétta þetta þegar næstu þáttaraðir The Crown fara í framleiðslu. „Hér eftir mun enginn fá meira borgað en drottningin,“ sagði Mackie við þá sem sóttu þetta málþing. Foy er sögð hafa fengið um 40 þúsund dollara, sem samsvarar tæpum fjórum milljónum króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir hvern þátt í The Crown en hún mun ekki leika í þriðju þáttaröðinni, sem verður tekin upp í sumar, því nýir leikarar verða fengnir inn sem henta betur fyrir það æviskeið drottningarinnar sem verður til umfjöllunar í þeirri þáttaröð. Foy hefur hlotið Golden Globe-verðlaun og Bafta-verðlaun fyrir leik sinn í The Crown en leikkonan Olivia Colman mun taka við af henni í þriðju þáttaröðinni.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira