Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 23:29 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Ernir Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07