Segir Íslendinga geta látið að sér kveða í geimnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 22:00 Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, í HR í dag. Vísir/Rakel Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13. Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13.
Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35
Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00
Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30