Kvartar til umboðsmanns og óskar rökstuðnings ráðherra Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. mars 2018 14:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira