Segir ríkisstjórnina ekki ráða við að koma á félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 18:50 Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“ Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“
Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00
Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16