Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan fjölmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2018 20:41 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins Vísir/Anton Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan hlutdrægni fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í aðdraganda Alþingiskosninganna í lok október á síðasta ári. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsmannanna um kosningarnar sem birt var í dag. Er þar meðal annars fjallað um lögbann sem Glitnir HoldCo fékk sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr Glitni. Voru viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun, í brennidepli umfjöllunarinnar. Í skýrslu eftirlitsmannanna segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem ekki eru nafngreindir, hafi kvartað undan „meintri hlutdrægni fjölmiðla sem fjölluðu um lögbannið þannig að það hafi eingöngu átt við fréttaflutning af forsætisráðherranum,“ en Bjarni gegndi þá embætti forsætisráðherra. Ekki er tekið fram í skýrslunni undan hvaða fjölmiðlum var kvartað en lögbannið var sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum á Glitni tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar í október. Í síðasta mánuði var lögbannið dæmt ólöglegt í héraðsdómi. Því hefur verið áfrýjað og er lögbannið áfram í gildi þangað til Landsréttur kveður upp dóm sinn. Fjölmiðlar Kosningar 2017 Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan hlutdrægni fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í aðdraganda Alþingiskosninganna í lok október á síðasta ári. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsmannanna um kosningarnar sem birt var í dag. Er þar meðal annars fjallað um lögbann sem Glitnir HoldCo fékk sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr Glitni. Voru viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun, í brennidepli umfjöllunarinnar. Í skýrslu eftirlitsmannanna segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem ekki eru nafngreindir, hafi kvartað undan „meintri hlutdrægni fjölmiðla sem fjölluðu um lögbannið þannig að það hafi eingöngu átt við fréttaflutning af forsætisráðherranum,“ en Bjarni gegndi þá embætti forsætisráðherra. Ekki er tekið fram í skýrslunni undan hvaða fjölmiðlum var kvartað en lögbannið var sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum á Glitni tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar í október. Í síðasta mánuði var lögbannið dæmt ólöglegt í héraðsdómi. Því hefur verið áfrýjað og er lögbannið áfram í gildi þangað til Landsréttur kveður upp dóm sinn.
Fjölmiðlar Kosningar 2017 Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48
„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45