Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 15:33 Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, ritaði bréf og óskaði eftir launahækkun. vísir/valli Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna.
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira