Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 16:49 Kjararáð ákveður laun æðstu embættismanna ríkisins og fleiri. vísir/anton brink Starfshópur um málefni kjararáðs leggur til að í lögum verði ákveðin launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrum mælikvarða sem starfshópurinn álítur þróun reglulegra launa ríkisstarfsmanna vera. Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag.Í skýrslu hópsins er að finna samanburð fyrirkomulags við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum á Íslandi og í nágrannalöndunum, greining á úrskurðum kjararáðs og samanburður við launaþróun annarra starfsgreina. Þá var hópnum falið að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi og úrbótum. Þar kemur fram að gagnsæi og fyrirsjáanleika skortir um launaákvarðanir og raunveruleg laun og að margt mæli með því að gjörbreyta núgildandi fyrirkomulagi. Leggur starfshópurinn til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Eins og áður sagði er lagt til að ákveðin verði launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrym mælikvarða. Nokkrar starfgreinar og embætti sem eiga undir kjararáð fái ýmist samningsrétt um kjör sín eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Meirihluti starfshópsins telur heldur ekki fært né efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. Meirihlutinn starfshópsins bendir á að ef laun þeirra verða óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali taka hækkunum sem ekki eru í ósamræmi við almenna launaþróun. Fulltrúi ASÍ í starfshópnum var ósammála og taldi það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Telur starfshópurinn að þær leiðir sem lagðar eru til í skýrslunni muni meðal annars leiða til þess að laun æðstu embættismanna ríkisins verða gagnsærri og fyrirsjáanlegri, komið verði í veg fyrir óskýrar launahækkanir og að mælikvarðar og tímamörk endurskoðunar á launum verða öllum ljós.Lesa má skýrslu starfshópsins hér. Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Starfshópur um málefni kjararáðs leggur til að í lögum verði ákveðin launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrum mælikvarða sem starfshópurinn álítur þróun reglulegra launa ríkisstarfsmanna vera. Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag.Í skýrslu hópsins er að finna samanburð fyrirkomulags við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum á Íslandi og í nágrannalöndunum, greining á úrskurðum kjararáðs og samanburður við launaþróun annarra starfsgreina. Þá var hópnum falið að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi og úrbótum. Þar kemur fram að gagnsæi og fyrirsjáanleika skortir um launaákvarðanir og raunveruleg laun og að margt mæli með því að gjörbreyta núgildandi fyrirkomulagi. Leggur starfshópurinn til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Eins og áður sagði er lagt til að ákveðin verði launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrym mælikvarða. Nokkrar starfgreinar og embætti sem eiga undir kjararáð fái ýmist samningsrétt um kjör sín eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Meirihluti starfshópsins telur heldur ekki fært né efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. Meirihlutinn starfshópsins bendir á að ef laun þeirra verða óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali taka hækkunum sem ekki eru í ósamræmi við almenna launaþróun. Fulltrúi ASÍ í starfshópnum var ósammála og taldi það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Telur starfshópurinn að þær leiðir sem lagðar eru til í skýrslunni muni meðal annars leiða til þess að laun æðstu embættismanna ríkisins verða gagnsærri og fyrirsjáanlegri, komið verði í veg fyrir óskýrar launahækkanir og að mælikvarðar og tímamörk endurskoðunar á launum verða öllum ljós.Lesa má skýrslu starfshópsins hér.
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00
Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45
Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00