Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 19:30 Afrin-hérað í Sýrlandi er skammt frá landamærunum við Tyrkland. Vísir/Gvendur Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“ Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira