Eina sem beið sérsveitarinnar á Ægisíðu var sofandi maður Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 16:46 Frá aðgerðum sérsveitarinnar á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill „Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
„Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
Tengdar fréttir Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29 Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04