Umdeildasti piparsveinn sögunnar á leiðinni til Íslands með unnustunni Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2018 09:30 Arie Luyendyk Jr. er í fjölmiðlum um heim allan um þessar mundir. Hann er á leiðinni til landsins ásamt unnustu sinni. Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. í byrjun vikunnar kláraðist 22. þáttaröðin og gaf Arie Luyendyk Jr. út síðustu rósina. Hann mætti ásamt unnustu sinni í spjallþátt Jimmy Kimmel í vikunni og ræddu þau tvö saman um þáttinn og framtíðina.Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelor og vilja alls ekki vita hvaða konu Arie valdi þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Aldrei áður í sögu þáttanna hefur orðið eins mikill viðsnúningur undir lok þáttaraðar. Í síðasta þættinum er vaninn að piparsveinninn velji sér eiginkonu og það gerði Arie svo sannarlega.Sjá einnig:Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Hann valdi konu sem ber nafnið Becca Kufrin. Því varð Luyendyk að tilkynna Lauren B að hún hefði ekki orðið fyrir valinu. Það sem gerist í framhaldinu hefur aldrei áður gerst í sögu þáttanna. Arie og Becca hefja samband sitt, en þá hefur lokaþátturinn í þáttaröðinni ekki verið sýndur í bandarísku sjónvarpi. Skipti um skoðun Allt í einu fær Arie bakþanka og tekur þá ákvörðun að slíta sambandi sínu og Becca. Í lokaþættinum fer kappinn síðan á skeljarnar í beinni útsendingu og biður Lauren B um að giftast sér. Algjör u-beygja hjá þessum þekkta kappakstursmanni og má segja að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá bandarísku þjóðinni. Nú þegar er talað um óvinsælasta piparsveininn í sögu þáttanna. Arie er svo óvinsæll að stjórnmálamaður í Minnesota í Bandaríkjunum ætlar að leggja fram tillögu þess efnis að hann verði einfaldlega bannaður í ríkinu. Nýtrúlofaða parið hefur verið í viðtölum út um allt í fjölmiðlum vestanhafs og þurft að svara allskyns spurningum. Á dögunum mætti þau í Good Morning America og tóku þátt í leik baksviðs sem ber nafnið Newlywed Bliss or Total Miss. Sá leikur gengur út á það hversu vel þau þekkja hvort annað. Í því viðtali kom í ljós að parið er á leiðinni til Íslands. „Loksins getum við farið og verið á meðal fólks og farið á venjulegt stefnumót. Planið er að fara aftur heim og síðan ætlum við í frí til Íslands og Barcelona,“ segir Arie. Tengdar fréttir Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. í byrjun vikunnar kláraðist 22. þáttaröðin og gaf Arie Luyendyk Jr. út síðustu rósina. Hann mætti ásamt unnustu sinni í spjallþátt Jimmy Kimmel í vikunni og ræddu þau tvö saman um þáttinn og framtíðina.Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelor og vilja alls ekki vita hvaða konu Arie valdi þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Aldrei áður í sögu þáttanna hefur orðið eins mikill viðsnúningur undir lok þáttaraðar. Í síðasta þættinum er vaninn að piparsveinninn velji sér eiginkonu og það gerði Arie svo sannarlega.Sjá einnig:Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Hann valdi konu sem ber nafnið Becca Kufrin. Því varð Luyendyk að tilkynna Lauren B að hún hefði ekki orðið fyrir valinu. Það sem gerist í framhaldinu hefur aldrei áður gerst í sögu þáttanna. Arie og Becca hefja samband sitt, en þá hefur lokaþátturinn í þáttaröðinni ekki verið sýndur í bandarísku sjónvarpi. Skipti um skoðun Allt í einu fær Arie bakþanka og tekur þá ákvörðun að slíta sambandi sínu og Becca. Í lokaþættinum fer kappinn síðan á skeljarnar í beinni útsendingu og biður Lauren B um að giftast sér. Algjör u-beygja hjá þessum þekkta kappakstursmanni og má segja að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá bandarísku þjóðinni. Nú þegar er talað um óvinsælasta piparsveininn í sögu þáttanna. Arie er svo óvinsæll að stjórnmálamaður í Minnesota í Bandaríkjunum ætlar að leggja fram tillögu þess efnis að hann verði einfaldlega bannaður í ríkinu. Nýtrúlofaða parið hefur verið í viðtölum út um allt í fjölmiðlum vestanhafs og þurft að svara allskyns spurningum. Á dögunum mætti þau í Good Morning America og tóku þátt í leik baksviðs sem ber nafnið Newlywed Bliss or Total Miss. Sá leikur gengur út á það hversu vel þau þekkja hvort annað. Í því viðtali kom í ljós að parið er á leiðinni til Íslands. „Loksins getum við farið og verið á meðal fólks og farið á venjulegt stefnumót. Planið er að fara aftur heim og síðan ætlum við í frí til Íslands og Barcelona,“ segir Arie.
Tengdar fréttir Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00