Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:13 Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira