Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen. Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen.
Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00