Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen. Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen.
Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00