Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen. Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen.
Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00