Fimmtíu prósent líkur á að umsækjendur fá hreindýr Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 14:42 Misjafnt er hversu erfið svæðin eru yfirferðar og eins gott að menn séu í góðu formi þegar haldið er á hreindýraveiðar. visir/valli Þá liggur það fyrir að þetta árið eru 3.180 veiðimenn sem hafa sótt um leyfi til að fara á hreindýraveiðar. Umsóknarfrestur er útrunninn. Leyfi sem til úthlutunar koma eru 1.450 þannig að skotveiðimenn geta gert sér góðar vonir um að fá leyfi. „Mjög gróflega, já, þá eru þetta um fimmtíu prósent líkur,“ segir Bjarni Pálsson teymisstjóri veiði og verndar á umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þeir hjá umhverfisstofnun eru nú að fara yfir umsóknirnar til að tryggja að þær séu í lagi. Að sögn Bjarna er þetta vikan sem er hvað helst taugastrekkjandi hjá þeim hjá umhverfisstofnun. Frá því að umsóknarfresti lýkur og þar til dregið hefur verið úr umsóknum, eftir þar til settum reglum. Dregið verður á Egilsstöðum, hjarta hreindýraslóða, og verður útdrátturinn klukkan tvö næstkomandi laugardag, í beinni útsendingu á vef umhverfisstofnunar, ust.is.Af tilkomumikilli krúnunni má sjá að þarna hefur virðulegur tarfur og þungur verið felldur. Vert er að flytja bráðina hið fyrsta í verkun. Þá eru dýrin látin hanga og þau sett í frystiklefa.visir/stefánÞó líkurnar á því að menn fái dýr séu um 50 prósent, í heildina tekið, er ekki þar öll sagan sögð. „Þetta eru 389 tarfar og 1061 kýr sem eru til skiptanna. Þar af eru 40 kýr á svæði átta, sem miðar við nóvemberveiðar,“ segir Bjarni. Og misjafn er hversu eftirsótt svæðin eru og fleiri eru um tarfana. Þar með minnka líkurnar eða aukast í samræmi við það um hvað er sótt. Bjarni telur að svæði 1 og 2 séu eftirsóttust. Talið er að þau séu þægilegri en önnur svæði þar sem um er að ræða mikið fjalllendi. „Á svæði átta, til dæmis, þurfa menn að vera í ansi góðu líkamlegu formi,“ segir Bjarni. Reyndar á það við um öll svæðin. Þá er jafnskiptaregla svokölluð er í gildi, hafi menn ekki fengið dýr lengi færast þeir upp lista og sitja fyrir á biðlista. Algengt er að menn vitji ekki leyfa sinna sem gerir skipulagningu erfiða. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þá liggur það fyrir að þetta árið eru 3.180 veiðimenn sem hafa sótt um leyfi til að fara á hreindýraveiðar. Umsóknarfrestur er útrunninn. Leyfi sem til úthlutunar koma eru 1.450 þannig að skotveiðimenn geta gert sér góðar vonir um að fá leyfi. „Mjög gróflega, já, þá eru þetta um fimmtíu prósent líkur,“ segir Bjarni Pálsson teymisstjóri veiði og verndar á umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þeir hjá umhverfisstofnun eru nú að fara yfir umsóknirnar til að tryggja að þær séu í lagi. Að sögn Bjarna er þetta vikan sem er hvað helst taugastrekkjandi hjá þeim hjá umhverfisstofnun. Frá því að umsóknarfresti lýkur og þar til dregið hefur verið úr umsóknum, eftir þar til settum reglum. Dregið verður á Egilsstöðum, hjarta hreindýraslóða, og verður útdrátturinn klukkan tvö næstkomandi laugardag, í beinni útsendingu á vef umhverfisstofnunar, ust.is.Af tilkomumikilli krúnunni má sjá að þarna hefur virðulegur tarfur og þungur verið felldur. Vert er að flytja bráðina hið fyrsta í verkun. Þá eru dýrin látin hanga og þau sett í frystiklefa.visir/stefánÞó líkurnar á því að menn fái dýr séu um 50 prósent, í heildina tekið, er ekki þar öll sagan sögð. „Þetta eru 389 tarfar og 1061 kýr sem eru til skiptanna. Þar af eru 40 kýr á svæði átta, sem miðar við nóvemberveiðar,“ segir Bjarni. Og misjafn er hversu eftirsótt svæðin eru og fleiri eru um tarfana. Þar með minnka líkurnar eða aukast í samræmi við það um hvað er sótt. Bjarni telur að svæði 1 og 2 séu eftirsóttust. Talið er að þau séu þægilegri en önnur svæði þar sem um er að ræða mikið fjalllendi. „Á svæði átta, til dæmis, þurfa menn að vera í ansi góðu líkamlegu formi,“ segir Bjarni. Reyndar á það við um öll svæðin. Þá er jafnskiptaregla svokölluð er í gildi, hafi menn ekki fengið dýr lengi færast þeir upp lista og sitja fyrir á biðlista. Algengt er að menn vitji ekki leyfa sinna sem gerir skipulagningu erfiða. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira