Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:42 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Siðareglur lögreglumanna taki einnig til starfsnema Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Siðareglur lögreglumanna taki einnig til starfsnema Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30