Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 11:30 Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands Spáð er suðaustanstormi síðdegis og mikilli rigningu suðaustanlands. Vegagerðin varar við því að færð geti spillst frá hádegi og Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir allt landið vegna veðurs í dag. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að stormurinn væri keimlíkur þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Allt að 40 m/s við fjöllMisjafnt er eftir svæðum hvenær gula viðvörunin tekur gildi í dag en hún byrjar á Suðausturlandinu þar sem búist er við mjög hvassri suðaustanátt og mikilli rigningu. Hætt er við vatnavöxtum á svæðinu og eru auknar líkur á skriðuföllum. Gula viðvörunin er í gildi frá því klukkan 13 í dag þangað til klukkan 11 á morgun. Á Suðurlandi er gul viðvörun frá því klukkan 14 og spáir þar suðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Faxaflóa er varað við svipuðu veðri frá klukkan 15 í dag og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Á Miðhálendinu er spáð roki eða ofsaveðri, lélegu skyggni og slæmu ferðaveðri eftir klukkan 14.30. Á Vestfjörðum er gert ráð fyrir gulu ástandi og hríð frá því klukkan 15 og er spáð hvassri suðaustanátt með slyddu og snjókomu. Skyggni verður lélegt og akstursskilyrði erfið. Frá því klukkan 18 er gert ráð fyrir Suðaustan 18-25 m/s og talsverðri rigningu. Snarpar vindhviður verða við fjöll svo ferðalangar sýni aðgát. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun frá klukkan 16 og er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi og talsverðri rigningu. Fólk er beðið að hga að niðurföllum og lausum munum. Á Breiðafirði er gert ráð fyrir Suðaustan 20-25 m/s og talsverðri rigningu eftir klukkan 18 í dag. Gætu orðið mjög snarpar vindhviður á Snæfellsnesi og ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Ströndum, á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra er gul viðvörun frá klukkan 18 og er spáð suðaustan 20 til 25 metrum á sekúndu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra gætu vindhviður við fjöll farið yfir 40 metra á sekúndu. Fólk er beðið að huga að lausamunum á þessum svæðum og ferðalangar beðnir að sýna aðgát. Á Austfjörðum er einnig gul viðvörun frá klukkan 18, Suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning, hætt við vatnavöxtum og auknar líkur á skriðuföllum.Erfið akstursskilyrðiSamkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við því að færð geti spillst á milli 12 og 15 í dag á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag er útlit fyrir að lægðin verði orðin mjög myndarleg seinnipartinn í dag og verður þá kominn suðaustan stormur af hennar völdum á öllu landinu. „Með fylgir úrkoma, sums staðar sést slydda eða snjókoma í fyrstu, en megnið af úrkomunni sem fellur í dag verður rigning og verður hún í talsverðu magni sunnan- og vestanlands. Það hlýnar hjá okkur og í kvöld er útlit fyrir 5 til 10 stiga hita um allt land,“ samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Skaftafelli en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða krapi. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38 Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Spáð er suðaustanstormi síðdegis og mikilli rigningu suðaustanlands. Vegagerðin varar við því að færð geti spillst frá hádegi og Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir allt landið vegna veðurs í dag. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að stormurinn væri keimlíkur þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Allt að 40 m/s við fjöllMisjafnt er eftir svæðum hvenær gula viðvörunin tekur gildi í dag en hún byrjar á Suðausturlandinu þar sem búist er við mjög hvassri suðaustanátt og mikilli rigningu. Hætt er við vatnavöxtum á svæðinu og eru auknar líkur á skriðuföllum. Gula viðvörunin er í gildi frá því klukkan 13 í dag þangað til klukkan 11 á morgun. Á Suðurlandi er gul viðvörun frá því klukkan 14 og spáir þar suðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Faxaflóa er varað við svipuðu veðri frá klukkan 15 í dag og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Á Miðhálendinu er spáð roki eða ofsaveðri, lélegu skyggni og slæmu ferðaveðri eftir klukkan 14.30. Á Vestfjörðum er gert ráð fyrir gulu ástandi og hríð frá því klukkan 15 og er spáð hvassri suðaustanátt með slyddu og snjókomu. Skyggni verður lélegt og akstursskilyrði erfið. Frá því klukkan 18 er gert ráð fyrir Suðaustan 18-25 m/s og talsverðri rigningu. Snarpar vindhviður verða við fjöll svo ferðalangar sýni aðgát. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun frá klukkan 16 og er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi og talsverðri rigningu. Fólk er beðið að hga að niðurföllum og lausum munum. Á Breiðafirði er gert ráð fyrir Suðaustan 20-25 m/s og talsverðri rigningu eftir klukkan 18 í dag. Gætu orðið mjög snarpar vindhviður á Snæfellsnesi og ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Ströndum, á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra er gul viðvörun frá klukkan 18 og er spáð suðaustan 20 til 25 metrum á sekúndu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra gætu vindhviður við fjöll farið yfir 40 metra á sekúndu. Fólk er beðið að huga að lausamunum á þessum svæðum og ferðalangar beðnir að sýna aðgát. Á Austfjörðum er einnig gul viðvörun frá klukkan 18, Suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning, hætt við vatnavöxtum og auknar líkur á skriðuföllum.Erfið akstursskilyrðiSamkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við því að færð geti spillst á milli 12 og 15 í dag á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag er útlit fyrir að lægðin verði orðin mjög myndarleg seinnipartinn í dag og verður þá kominn suðaustan stormur af hennar völdum á öllu landinu. „Með fylgir úrkoma, sums staðar sést slydda eða snjókoma í fyrstu, en megnið af úrkomunni sem fellur í dag verður rigning og verður hún í talsverðu magni sunnan- og vestanlands. Það hlýnar hjá okkur og í kvöld er útlit fyrir 5 til 10 stiga hita um allt land,“ samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Skaftafelli en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða krapi.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38 Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12
Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39