Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08