Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 16:11 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefnar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir kvartanir. vísir/valli Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20