Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 11:30 Ragnar Þór segir launahækkanir þeirra sem eru í efstu lögum blöskranlegar og vonast eftir umboði í kvöld til að segja kjarasamningum upp. Nú skal látið sverfa til stáls. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur framtíð kjarasamninga ráðast í kvöld en þá verður haldinn trúnaðarráðsfundur. Ragnar vonast til að fá umboð til að segja kjarasamningum upp á þeim fundi. Ragnar Þór var í Bítinu í morgun og var ómyrkur í máli, en tilefni samtalsins var frétt Fréttablaðsins frá í morgun, um miklar launahækkanir innan fjármálakerfisins. Sem koma honum ekki á óvart. „Nei, þetta kemur okkur ekki á óvart. Þessi taumlausa misskipting í okkar þjóðfélagi. Hún er að aukast. Hér er um kunnugleg teikn á lofti. Við höfum séð þetta allt áður, hvernig þetta er að þróast. Fjármálakerfið reynir að toga sig upp í einhverju alþjóðlegu samhengi. Síðan koma allir á eftir og reyna að toga sig upp að fjármálakerfinu.“Kjaradómur, fjármálakerfið, Landsvirkjun... Ragnar bendir á fyrirliggjandi umdeildan úrskurð kjararáðs um hækkun ráðherra, alþingismanna og æðstu ráðamanna ríkisins. Og í morgun greindi RÚV frá verulegum launahækkunum meðal æðstu stjórnenda Landsvirkjunar, um alls 45 prósent. Nánast er sama hvert litið er, þeir sem hæst hafa launin hafa verið að hækka þau upp úr öllu valdi. Á meðan tala Samtök atvinnulífsins og stjórnmálamenn um nauðsyn þess að stöðugleikanum sé ekki raskað. „Það er ýmislegt sem við erum að safna saman í sarpinn fyrir næstu kjarasamningalotu. Og þetta mál í rauninni og fréttir um launaskrið í fjármálageiranum mun svo sannarlega hjálpa okkur, til dæmis á fundinum í kvöld, við að taka ákvörðun um uppsögn kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi var sömuleiðis öskureiður í útvarpsviðtali í Harmageddon í morgun, af sama tilefni.Ragnar segir að það gangi illa að koma böndum á launahækkanir toppanna, erfitt er að koma böndum á sjálftöku og græðgi. Þar hefur allt fengið að leika lausum hala.Gengur erfiðlega að koma böndum á skefjalausa græðgina „Þegar við fórum í það á sínum tíma að setja launaþak á framkvæmdastjóra launasjóð íslenskra verslunarmanna, til dæmis, síðan þá hefur launaskriðið þar verið með ólíkindum. Og hann er kominn með 40 milljónir í laun á ári. Það má ekki líta af kerfinu þá byrjar það, þarf miklu meira aðhald,“ sagði Ragnar. Hann nefndi blekkingarleik sem haldið er að almenningi varðandi kaupmátt og svo prósentuhækkanir launa. Nefndi í því sambandi fréttir af forstjóra ríkisfyrirtækis sem hækkaði úr 1,7 milljón í 2,5 milljónir í launum á mánuði á síðasta ári.„Eða um 45 prósent. Ef við hækkum lægstu launin um 45 prósent gerir það 125 þúsund krónur. En hjá forstjóra ríkisfyrirtækis þá er það 800 þúsund krónur á mánuði. Yfir fimmföld sem við sjáum gerast hjá hinum lægst launuðu. Samt er verið að halda því fram að þessir tveir einstaklingar séu með sama kaupmátt. Ef ég hækka um 45 prósent í launum hækka ég um hálfa milljón.“Lítil eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grundu Ragnar gefur lítið fyrir allt tal um að samkeppni um hæft fólk innan fjármálakerfisins. „Ég hef ekki tekið eftir mikilli eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grund. Miðað við þessar fréttir um þessi heildarlaun, 26 lykilstjórnenda bankanna, upp á ríflega milljarð á síðasta ári að þetta er náttúrlega svo galið og svo yfirgengilegt í svona litlu samfélagi og svo litlu landi. Og sýnir náttúrlega hversu brjálæðisleg yfirbyggingin er á fjármálakerfi sem er ekki að framleiða nein verðmæti fyrir samfélagið heldur okra á almenningi. Eina orðið sem ég kann yfir það.“ Kjaramál Tengdar fréttir Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur framtíð kjarasamninga ráðast í kvöld en þá verður haldinn trúnaðarráðsfundur. Ragnar vonast til að fá umboð til að segja kjarasamningum upp á þeim fundi. Ragnar Þór var í Bítinu í morgun og var ómyrkur í máli, en tilefni samtalsins var frétt Fréttablaðsins frá í morgun, um miklar launahækkanir innan fjármálakerfisins. Sem koma honum ekki á óvart. „Nei, þetta kemur okkur ekki á óvart. Þessi taumlausa misskipting í okkar þjóðfélagi. Hún er að aukast. Hér er um kunnugleg teikn á lofti. Við höfum séð þetta allt áður, hvernig þetta er að þróast. Fjármálakerfið reynir að toga sig upp í einhverju alþjóðlegu samhengi. Síðan koma allir á eftir og reyna að toga sig upp að fjármálakerfinu.“Kjaradómur, fjármálakerfið, Landsvirkjun... Ragnar bendir á fyrirliggjandi umdeildan úrskurð kjararáðs um hækkun ráðherra, alþingismanna og æðstu ráðamanna ríkisins. Og í morgun greindi RÚV frá verulegum launahækkunum meðal æðstu stjórnenda Landsvirkjunar, um alls 45 prósent. Nánast er sama hvert litið er, þeir sem hæst hafa launin hafa verið að hækka þau upp úr öllu valdi. Á meðan tala Samtök atvinnulífsins og stjórnmálamenn um nauðsyn þess að stöðugleikanum sé ekki raskað. „Það er ýmislegt sem við erum að safna saman í sarpinn fyrir næstu kjarasamningalotu. Og þetta mál í rauninni og fréttir um launaskrið í fjármálageiranum mun svo sannarlega hjálpa okkur, til dæmis á fundinum í kvöld, við að taka ákvörðun um uppsögn kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi var sömuleiðis öskureiður í útvarpsviðtali í Harmageddon í morgun, af sama tilefni.Ragnar segir að það gangi illa að koma böndum á launahækkanir toppanna, erfitt er að koma böndum á sjálftöku og græðgi. Þar hefur allt fengið að leika lausum hala.Gengur erfiðlega að koma böndum á skefjalausa græðgina „Þegar við fórum í það á sínum tíma að setja launaþak á framkvæmdastjóra launasjóð íslenskra verslunarmanna, til dæmis, síðan þá hefur launaskriðið þar verið með ólíkindum. Og hann er kominn með 40 milljónir í laun á ári. Það má ekki líta af kerfinu þá byrjar það, þarf miklu meira aðhald,“ sagði Ragnar. Hann nefndi blekkingarleik sem haldið er að almenningi varðandi kaupmátt og svo prósentuhækkanir launa. Nefndi í því sambandi fréttir af forstjóra ríkisfyrirtækis sem hækkaði úr 1,7 milljón í 2,5 milljónir í launum á mánuði á síðasta ári.„Eða um 45 prósent. Ef við hækkum lægstu launin um 45 prósent gerir það 125 þúsund krónur. En hjá forstjóra ríkisfyrirtækis þá er það 800 þúsund krónur á mánuði. Yfir fimmföld sem við sjáum gerast hjá hinum lægst launuðu. Samt er verið að halda því fram að þessir tveir einstaklingar séu með sama kaupmátt. Ef ég hækka um 45 prósent í launum hækka ég um hálfa milljón.“Lítil eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grundu Ragnar gefur lítið fyrir allt tal um að samkeppni um hæft fólk innan fjármálakerfisins. „Ég hef ekki tekið eftir mikilli eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grund. Miðað við þessar fréttir um þessi heildarlaun, 26 lykilstjórnenda bankanna, upp á ríflega milljarð á síðasta ári að þetta er náttúrlega svo galið og svo yfirgengilegt í svona litlu samfélagi og svo litlu landi. Og sýnir náttúrlega hversu brjálæðisleg yfirbyggingin er á fjármálakerfi sem er ekki að framleiða nein verðmæti fyrir samfélagið heldur okra á almenningi. Eina orðið sem ég kann yfir það.“
Kjaramál Tengdar fréttir Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00