Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 10:45 Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að launakostnaður atvinnurekenda myndi hækka um 25 prósent ef vinnuvikan yrði stytt „með einu pennastriki,“ eins og hann orðar það, og vísar í frumvarp sem lagt hefur verið reglulega fyrir Alþingi og kveður á um að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 35. Hannes segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. Nokkuð hefur verið fjallað um styttingu vinnuvikunnar undanfarið og tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar þar um sem hafa gefist vel ef marka má frásagnir starfsmanna og stjórnenda á þeim vinnustöðum sem tekið hafa þátt. Hannes ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tilraunaverkefnin sem eru í gangi nú hafa það að yfirlýstu markmiði að fækka dagvinnustundum um eitthvað tiltekið. [...] Ég er mjög fylgjandi þessum tilraunaverkefnum en ég er ekki fylgjandi þessu markmiði að fara með einu pennastriki að stytta dagvinnuviku allra,“ sagði Hannes. Hann sagði SA fylgjandi því að auka sveigjanleika sem er bæði launafólki og fyrirtækjum til hagsbóta en stéttarfélögin verði að koma með í þá vegferð.„Ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir“ „Við erum til dæmis með ákvæði í okkar kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum svokallaðan fyrirtækjaþátt sem til þess fallinn að breyta alls konar reglum sem eru í kjarasamningum og gera frávik frá þeim og fólk fái þá meira borgað eða minni vinnutíma en gallinn við þetta fyrirkomulag er að það er neitunarvald hjá stéttarfélaginu og það hefur ekki fengið mikla útbreiðslu þetta form,“ sagði Hannes. Dæmi væru um tregðu hjá stéttarfélögum til þess að heimila frávik frá kjarasamningi að sögn Hannesar. Varðandi styttingu vinnuvikunnar með nýrri löggjöf, eins og því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu, sagði Hannes að launakostnaðurinn myndi hækka um fjórðung ef fólk héldi áfram að vinna jafnlengi og áður. Aðspurður hvort ekki væri hægt að setja þak á það sagði Hannes svona „pennastriksaðferðir“ ekki eiga við. „Það er sjálfsagt að menn þreifi sig áfram með því að hagræða hjá sér en þessi breyting á umgjörðinni hún getur ekki haft neitt annað í för með sér nema mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnulífið.“ Þá sagði Hannes að honum þætti umræðan um styttingu vinnuvikunnar oft markast af ýmis konar upplýsingaskorti, vanþekkingu og misskilningi. „Ég er til dæmis ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir. Hún er það ekki. Hún er 37 stundir að hámarki og hjá mörgum styttri. Eins og til dæmis í kjarasamningi SA og verslunarmanna þá er hún 36 og hálf eða 36 tímar og korter hjá sumum. En það er alltaf verið að tala um að það séu 40 stundir og þegar við erum að bera okkur saman við önnur lönd þá berum við alltaf saman þessar 40 og leggjum síðan eitthvað tiltekið magn af yfirvinnustundum ofan á, sem að ég tel að sé vegna ákvæðist í kjarasamningum að stórum hluta. Það eru 15 prósent af launagreiðslum í almenna atvinnulífinu eru yfirvinnugreiðslur á meðan það er nánast óþekkt til dæmis í Frakklandi,“ sagði Hannes en viðtalið í Bítinu má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að launakostnaður atvinnurekenda myndi hækka um 25 prósent ef vinnuvikan yrði stytt „með einu pennastriki,“ eins og hann orðar það, og vísar í frumvarp sem lagt hefur verið reglulega fyrir Alþingi og kveður á um að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 35. Hannes segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. Nokkuð hefur verið fjallað um styttingu vinnuvikunnar undanfarið og tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar þar um sem hafa gefist vel ef marka má frásagnir starfsmanna og stjórnenda á þeim vinnustöðum sem tekið hafa þátt. Hannes ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tilraunaverkefnin sem eru í gangi nú hafa það að yfirlýstu markmiði að fækka dagvinnustundum um eitthvað tiltekið. [...] Ég er mjög fylgjandi þessum tilraunaverkefnum en ég er ekki fylgjandi þessu markmiði að fara með einu pennastriki að stytta dagvinnuviku allra,“ sagði Hannes. Hann sagði SA fylgjandi því að auka sveigjanleika sem er bæði launafólki og fyrirtækjum til hagsbóta en stéttarfélögin verði að koma með í þá vegferð.„Ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir“ „Við erum til dæmis með ákvæði í okkar kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum svokallaðan fyrirtækjaþátt sem til þess fallinn að breyta alls konar reglum sem eru í kjarasamningum og gera frávik frá þeim og fólk fái þá meira borgað eða minni vinnutíma en gallinn við þetta fyrirkomulag er að það er neitunarvald hjá stéttarfélaginu og það hefur ekki fengið mikla útbreiðslu þetta form,“ sagði Hannes. Dæmi væru um tregðu hjá stéttarfélögum til þess að heimila frávik frá kjarasamningi að sögn Hannesar. Varðandi styttingu vinnuvikunnar með nýrri löggjöf, eins og því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu, sagði Hannes að launakostnaðurinn myndi hækka um fjórðung ef fólk héldi áfram að vinna jafnlengi og áður. Aðspurður hvort ekki væri hægt að setja þak á það sagði Hannes svona „pennastriksaðferðir“ ekki eiga við. „Það er sjálfsagt að menn þreifi sig áfram með því að hagræða hjá sér en þessi breyting á umgjörðinni hún getur ekki haft neitt annað í för með sér nema mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnulífið.“ Þá sagði Hannes að honum þætti umræðan um styttingu vinnuvikunnar oft markast af ýmis konar upplýsingaskorti, vanþekkingu og misskilningi. „Ég er til dæmis ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir. Hún er það ekki. Hún er 37 stundir að hámarki og hjá mörgum styttri. Eins og til dæmis í kjarasamningi SA og verslunarmanna þá er hún 36 og hálf eða 36 tímar og korter hjá sumum. En það er alltaf verið að tala um að það séu 40 stundir og þegar við erum að bera okkur saman við önnur lönd þá berum við alltaf saman þessar 40 og leggjum síðan eitthvað tiltekið magn af yfirvinnustundum ofan á, sem að ég tel að sé vegna ákvæðist í kjarasamningum að stórum hluta. Það eru 15 prósent af launagreiðslum í almenna atvinnulífinu eru yfirvinnugreiðslur á meðan það er nánast óþekkt til dæmis í Frakklandi,“ sagði Hannes en viðtalið í Bítinu má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30