Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 12:30 Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, flutti erindi á málþinginu í dag. Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingar vinnuvikunnar. Það samsvarar rúmlega mánuði í frí fyrir starfsmenn í dagvinnu. Vinnustaðurinn hennar var einn þeirra sem tók þátt í tilraunverkefni Reykjavíkurborgar sem hófst árið 2015 um styttingu vinnuvikunnar. Ester hélt erindi á málþingi um verkefnið í Ráðhúsinu í morgun. Stytting vinnuvikunnar fól það sér að starfsmenn í 100 prósent starfi í dagvinnu fengu fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingarskyldu. „Ef maður horfir á heildaráhrifin af þessum fjórum klukkustundum þá vinn ég 46 vinnuvikur á ári. Það gera 184 klukkustundir á ári og þetta gera alveg 23 daga í það heila. Það er enginn smá plús,“ sagði Ester í erindi sínu.Minna um að starfsmenn þurfi að skreppa frá Hún lýsti því að á vinnustaðnum hefðu starfsmenn þurft að samræma sig varðandi það hvenær þeir tækju út sína fjóra klukkutíma á viku þar sem það gengi ekki allir færu í hádeginu á föstudögum eða mættu til vinnu í hádeginu á mánudögum. Þá þurfi að vera samvinna á milli starfsmanna varðandi verkefni sem þurfi að sinna ef starfsmaður er að taka út sína styttingu og eitthvað kemur upp á hans starfssviði. Ester sagði ávinning af verkefninu fyrir vinnustaðinn meðal annars felast í því að minna er um það að starfsfólk sé að skreppa úr vinnu. Þá valdi það minni streitu hjá starfsfólki að þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um leyfi til að skreppa. Ávinningur hennar væru síðan aukin lífsgæði. Ester sagði að hún hefði getað nýtt tímann sinn vel, til að mynda til að sinna náminu sem hún væri í með vinnu. Ester sagði tilraunaverkefnið fyrirmyndarframtak og hvatti önnur sveitarfélög og Reykjavíkurborg til að gera slíkt hið sama.Klukkutíminn „hrein martröð“ Fram kom á ráðstefnunni að nú verði verkefnið stytt um klukkutíma, það er í stað þess að vinnuvikan verði stytt í fjóra tíma á viku þá verði klukkustundirnar þrjár. Þær Gróa Sigurðardóttir og Erna Georgsdóttir, deildarstjórar á leikskólanum Hofi sem tók þátt í verkefninu, sögðu frá því hvernig til hefði tekist hjá þeim. Gróa lýsti því að verkefninu hefði ekki verið skellt á einn daginn heldur hafði mikil skipulagsvinna farið fram sem fól í að breyta þurfti vinnutíma starfsmanna. Sagði Gróa að það hefði verið það óvinsælasta í starfsmannahópnum þar sem fólk hefði verið með „misgóðan“ vinnutíma, það er sumir alltaf farið úr vinnu klukkan tvö, aðrir fjögur og svo framvegis. Erna sagði til að mynda að hún hefði verið mjög ósátt við þetta í upphafi. Hún hefði þannig verið vön því að fara heim klukkan fjögur alla daga en þarna hefðu komið inn dagar þar sem hún var í vinnunni til klukkan fimm. Sagði Erna að sér hefði fundist þessi klukkutími „hrein martröð“ en í dag fyndi hún ekki fyrir því. Hún sagði klukkutímana sem hún fengi í frí á viku vegna styttingarinnar hafa nýst henni vel, bæði þegar kæmi að stundum með fjölskyldunni auk þess sem hún væri í námi með vinnu og þetta hjálpaði mikið til þar. Málþingið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingar vinnuvikunnar. Það samsvarar rúmlega mánuði í frí fyrir starfsmenn í dagvinnu. Vinnustaðurinn hennar var einn þeirra sem tók þátt í tilraunverkefni Reykjavíkurborgar sem hófst árið 2015 um styttingu vinnuvikunnar. Ester hélt erindi á málþingi um verkefnið í Ráðhúsinu í morgun. Stytting vinnuvikunnar fól það sér að starfsmenn í 100 prósent starfi í dagvinnu fengu fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingarskyldu. „Ef maður horfir á heildaráhrifin af þessum fjórum klukkustundum þá vinn ég 46 vinnuvikur á ári. Það gera 184 klukkustundir á ári og þetta gera alveg 23 daga í það heila. Það er enginn smá plús,“ sagði Ester í erindi sínu.Minna um að starfsmenn þurfi að skreppa frá Hún lýsti því að á vinnustaðnum hefðu starfsmenn þurft að samræma sig varðandi það hvenær þeir tækju út sína fjóra klukkutíma á viku þar sem það gengi ekki allir færu í hádeginu á föstudögum eða mættu til vinnu í hádeginu á mánudögum. Þá þurfi að vera samvinna á milli starfsmanna varðandi verkefni sem þurfi að sinna ef starfsmaður er að taka út sína styttingu og eitthvað kemur upp á hans starfssviði. Ester sagði ávinning af verkefninu fyrir vinnustaðinn meðal annars felast í því að minna er um það að starfsfólk sé að skreppa úr vinnu. Þá valdi það minni streitu hjá starfsfólki að þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um leyfi til að skreppa. Ávinningur hennar væru síðan aukin lífsgæði. Ester sagði að hún hefði getað nýtt tímann sinn vel, til að mynda til að sinna náminu sem hún væri í með vinnu. Ester sagði tilraunaverkefnið fyrirmyndarframtak og hvatti önnur sveitarfélög og Reykjavíkurborg til að gera slíkt hið sama.Klukkutíminn „hrein martröð“ Fram kom á ráðstefnunni að nú verði verkefnið stytt um klukkutíma, það er í stað þess að vinnuvikan verði stytt í fjóra tíma á viku þá verði klukkustundirnar þrjár. Þær Gróa Sigurðardóttir og Erna Georgsdóttir, deildarstjórar á leikskólanum Hofi sem tók þátt í verkefninu, sögðu frá því hvernig til hefði tekist hjá þeim. Gróa lýsti því að verkefninu hefði ekki verið skellt á einn daginn heldur hafði mikil skipulagsvinna farið fram sem fól í að breyta þurfti vinnutíma starfsmanna. Sagði Gróa að það hefði verið það óvinsælasta í starfsmannahópnum þar sem fólk hefði verið með „misgóðan“ vinnutíma, það er sumir alltaf farið úr vinnu klukkan tvö, aðrir fjögur og svo framvegis. Erna sagði til að mynda að hún hefði verið mjög ósátt við þetta í upphafi. Hún hefði þannig verið vön því að fara heim klukkan fjögur alla daga en þarna hefðu komið inn dagar þar sem hún var í vinnunni til klukkan fimm. Sagði Erna að sér hefði fundist þessi klukkutími „hrein martröð“ en í dag fyndi hún ekki fyrir því. Hún sagði klukkutímana sem hún fengi í frí á viku vegna styttingarinnar hafa nýst henni vel, bæði þegar kæmi að stundum með fjölskyldunni auk þess sem hún væri í námi með vinnu og þetta hjálpaði mikið til þar. Málþingið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30