„Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2018 14:30 Kalli Bjarni var tekinn með tvö kíló af kókaíni árið 2007. „Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. Fjallað var um Kalla Bjarna í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004. Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli. „Fólk getur komið úr hvaða æsku sem er og lent í einhverju svona,“ sagði Kalli í þættinum í morgun. Hann mætti í útvarpsþáttinn ásamt blaðakonunni Auði Ösp sem hefur unnið öll viðtölin sem eru í þáttunum Burðardýr. „Allir þeir sem ég hef rætt við í þáttunum koma að einhverju leyti úr brengluðu umhverfi á einhvern hátt,“ sagði Auður. En hvað leiddi Kalla til þess að smygla inn kókaíni? „Þetta gerist eftir frekar marga atburði sem elta hvorn annan. Í mínu tilfelli var ég búinn að nota efnið sem einhverskonar hækju og þetta var komið út einhverju tóma vitleysu. Maður var að vinna á frystitogara en samt að skrimta til að komast í gegnum mánuðinn og þá veit maður að það er eitthvað mikið að.“ Hér að neðan má sjá Kalla flytja finnskt lag til ömmu sinnar sem sýnt var í þættinum í gærkvöldi. Kalli Bjarni og Auður mættu í hljóðver X-ins á föstudaginn. Kalli segist ekki hafa verið í neyslu þegar hann vann Idol-keppnina árið 2004 en hún hafi komið í kjölfarið. „Það var semsagt tekinn ákvörðun um það að ég gæti losnað út úr allri þessari hringavitleysu með því að fara í eina ferð og sækja kókaín. Það er mjög brenglaður raunveruleiki og þegar maður er búinn að keyra á kókaíni í einhvern tíma, þá verður maður mjög veruleikafirrtur,“ segir Kalli en hann átti að smygla inn 700 grömmum frá Frankfurt en þegar hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli voru tvö kíló í töskunni. Þrjár vikur í einangrun „Það hefur greinilega eitthvað klikkað í talningunni hjá þeim úti. Þetta voru 1998 grömm sem ég var tekinn með. Þetta var falið undir fölskum botni í töskunni og svosem ekki mjög fagmannlega staðið af því.“ Kalli segist hafa farið í þriggja vikna einangrun á Litla-Hraun eftir að hafa verið handtekinn. „Ég er spurður spjörunum úr daglega en þegar þeir gefast upp á því þá fer ég út úr einangrun. Þá fer ég að lesa öll blöðin og þær fréttir um sjálfan mig. Þar er mikill pakki að takast á við slíkt.“ Auður segir að Kalli Bjarni skeri sig út frá hinum viðmælendunum, þar sem hann sé þekkt andlit á Íslandi. „Kalli fer svolítið í gegnum þetta í öðru ljósi en aðrir viðmælendur og í þættinum er hann í raun að gera upp líf sitt.“ Söngvarinn segir að lífið hafi ekki verið dans á rósum. „Sjálfsímyndið og allt þetta dót fer svolítið niður. Maður er kannski í hæstu hæðum einn daginn en í næsta mánuði er maður kominn mjög langt niður. Maður þarf að vinna í helling af hlutum. Það er bara að dusta á hnjánum, standa upp og halda áfram. Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt. Ég er að róa með snillingunum á Von GK,“ segir Kalli sem sat inni í um tuttugu mánuði. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
„Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. Fjallað var um Kalla Bjarna í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004. Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli. „Fólk getur komið úr hvaða æsku sem er og lent í einhverju svona,“ sagði Kalli í þættinum í morgun. Hann mætti í útvarpsþáttinn ásamt blaðakonunni Auði Ösp sem hefur unnið öll viðtölin sem eru í þáttunum Burðardýr. „Allir þeir sem ég hef rætt við í þáttunum koma að einhverju leyti úr brengluðu umhverfi á einhvern hátt,“ sagði Auður. En hvað leiddi Kalla til þess að smygla inn kókaíni? „Þetta gerist eftir frekar marga atburði sem elta hvorn annan. Í mínu tilfelli var ég búinn að nota efnið sem einhverskonar hækju og þetta var komið út einhverju tóma vitleysu. Maður var að vinna á frystitogara en samt að skrimta til að komast í gegnum mánuðinn og þá veit maður að það er eitthvað mikið að.“ Hér að neðan má sjá Kalla flytja finnskt lag til ömmu sinnar sem sýnt var í þættinum í gærkvöldi. Kalli Bjarni og Auður mættu í hljóðver X-ins á föstudaginn. Kalli segist ekki hafa verið í neyslu þegar hann vann Idol-keppnina árið 2004 en hún hafi komið í kjölfarið. „Það var semsagt tekinn ákvörðun um það að ég gæti losnað út úr allri þessari hringavitleysu með því að fara í eina ferð og sækja kókaín. Það er mjög brenglaður raunveruleiki og þegar maður er búinn að keyra á kókaíni í einhvern tíma, þá verður maður mjög veruleikafirrtur,“ segir Kalli en hann átti að smygla inn 700 grömmum frá Frankfurt en þegar hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli voru tvö kíló í töskunni. Þrjár vikur í einangrun „Það hefur greinilega eitthvað klikkað í talningunni hjá þeim úti. Þetta voru 1998 grömm sem ég var tekinn með. Þetta var falið undir fölskum botni í töskunni og svosem ekki mjög fagmannlega staðið af því.“ Kalli segist hafa farið í þriggja vikna einangrun á Litla-Hraun eftir að hafa verið handtekinn. „Ég er spurður spjörunum úr daglega en þegar þeir gefast upp á því þá fer ég út úr einangrun. Þá fer ég að lesa öll blöðin og þær fréttir um sjálfan mig. Þar er mikill pakki að takast á við slíkt.“ Auður segir að Kalli Bjarni skeri sig út frá hinum viðmælendunum, þar sem hann sé þekkt andlit á Íslandi. „Kalli fer svolítið í gegnum þetta í öðru ljósi en aðrir viðmælendur og í þættinum er hann í raun að gera upp líf sitt.“ Söngvarinn segir að lífið hafi ekki verið dans á rósum. „Sjálfsímyndið og allt þetta dót fer svolítið niður. Maður er kannski í hæstu hæðum einn daginn en í næsta mánuði er maður kominn mjög langt niður. Maður þarf að vinna í helling af hlutum. Það er bara að dusta á hnjánum, standa upp og halda áfram. Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt. Ég er að róa með snillingunum á Von GK,“ segir Kalli sem sat inni í um tuttugu mánuði. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30