Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:34 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Ernir Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.
Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17