Saumaklúbburinn geri Kristbjörgu vanhæfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 07:43 Magnús Guðmundsson veltir fyrir sér tengslum Kristbjargar Stephensen við Markús Sigurbjörnsson. Vísir Trompa boð í skírnir og fermingarveislur saumaklúbba? Eftir hversu margra áratuga vinskap verða vinir maka vanhæfir? Þetta eru meðal spurninga sem brenna á Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og sakborningi í Al Thani-málinu svokallaða.Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag gerir hann meint vanhæfi formanns endurupptöknefndar, Kristarbjargar Stephensen, að umfjöllunarefni sínu en Magnús hefur krafist þess að nefndin taki endurupptöku á Al Thani-málinu til umfjöllunar. Undir lok síðasta árs var endurupptökukröfu Ólafs Ólafssonar á málinu hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal þeirra þátta sem héraðsdómur féllst ekki á í rökstuðningi Ólafs laut að fyrrnefndu hæfi Kristbjargar. Magnús segir hins vegar í grein sinni Kristbjörgu vera nána vinkonu Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnsýslurétti, en hún er eiginkona hæstarréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar. Hann var dómsformaður þegar Al Thani-málið var rekið fyrir Hæstarétti og þáverandi forseti dómstólsins. Sjá einnig: Hæfilegt óvanhæfi Magnús segist upphaflega ekki hafa ætlað að gera „veður út af augljósu vanhæfi“ Kristbjargar til að fjalla um málið, í ljósi vinskaparins, en runnið hafi á hann tvær grímur þegar honum barst bréf frá endurupptökunefnd.Björg Thorarensen er eiginkona Markúsar Sigurbjörnssonar.Í því var honum tjáð að tveir meðlimir nefndarinnar hafi beðist lausnar sökum vanhæfis sem annars vegar laut að fyrri aðkomu að málinu og hins vegar kunningskap við Magnús. Í ljósi þessa hafi hann talið eðlilegt að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir Magnús og bætir við að þær hafi þar að auki við saman í saumaklúbbi - „sem hittist oft á hverju ári,“ að sögn Magnúsar. Þetta þyki honum til marks um að vanhæfi nái yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Í greininni vísar Magnús til niðurstöðu héraðsdómarans Ásmundar Helgasonar sem taldi Kristbjörgu ekki vanhæfa til að fjalla um mál Markúsar. Magnús segir hana hafa borið fyrir sig fyrir rétti að hún þekki Markús aðeins sem eiginmann vinkonu sinnar. „Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra!“ skrifar Magnús. „Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans!“ segir Magnúsar en grein hans má nálgast hér að neðan. Tengdar fréttir Hæfilegt óvanhæfi Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Trompa boð í skírnir og fermingarveislur saumaklúbba? Eftir hversu margra áratuga vinskap verða vinir maka vanhæfir? Þetta eru meðal spurninga sem brenna á Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og sakborningi í Al Thani-málinu svokallaða.Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag gerir hann meint vanhæfi formanns endurupptöknefndar, Kristarbjargar Stephensen, að umfjöllunarefni sínu en Magnús hefur krafist þess að nefndin taki endurupptöku á Al Thani-málinu til umfjöllunar. Undir lok síðasta árs var endurupptökukröfu Ólafs Ólafssonar á málinu hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal þeirra þátta sem héraðsdómur féllst ekki á í rökstuðningi Ólafs laut að fyrrnefndu hæfi Kristbjargar. Magnús segir hins vegar í grein sinni Kristbjörgu vera nána vinkonu Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnsýslurétti, en hún er eiginkona hæstarréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar. Hann var dómsformaður þegar Al Thani-málið var rekið fyrir Hæstarétti og þáverandi forseti dómstólsins. Sjá einnig: Hæfilegt óvanhæfi Magnús segist upphaflega ekki hafa ætlað að gera „veður út af augljósu vanhæfi“ Kristbjargar til að fjalla um málið, í ljósi vinskaparins, en runnið hafi á hann tvær grímur þegar honum barst bréf frá endurupptökunefnd.Björg Thorarensen er eiginkona Markúsar Sigurbjörnssonar.Í því var honum tjáð að tveir meðlimir nefndarinnar hafi beðist lausnar sökum vanhæfis sem annars vegar laut að fyrri aðkomu að málinu og hins vegar kunningskap við Magnús. Í ljósi þessa hafi hann talið eðlilegt að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir Magnús og bætir við að þær hafi þar að auki við saman í saumaklúbbi - „sem hittist oft á hverju ári,“ að sögn Magnúsar. Þetta þyki honum til marks um að vanhæfi nái yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Í greininni vísar Magnús til niðurstöðu héraðsdómarans Ásmundar Helgasonar sem taldi Kristbjörgu ekki vanhæfa til að fjalla um mál Markúsar. Magnús segir hana hafa borið fyrir sig fyrir rétti að hún þekki Markús aðeins sem eiginmann vinkonu sinnar. „Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra!“ skrifar Magnús. „Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans!“ segir Magnúsar en grein hans má nálgast hér að neðan.
Tengdar fréttir Hæfilegt óvanhæfi Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira