Innlent

Dagur heldur velli en Eyþór sækir á

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri munu takast á á næstu misserum.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri munu takast á á næstu misserum. Samsett
Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið.

Hann fengi 13 af 23 borgarfulltrúum. Fylgi við Bjarta framtíð dalar mjög og þurrkast nánast út, fékk 15,6% í síðustu kosningum en mælist með 2,4% nú. Fylgi við Samfylkinguna minnkar líka og mælist nú með 25,7% en fékk 31,9% í síðustu kosningum. Vinstri græn og Píratar bæta við sig og mælast báðir flokkar með með 13,3% fylgi. Meirihlutinn fær því rúmlega fimmtíu og tveggja prósenta fylgi, en fékk tæplega 62 prósent í síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig og mælist stærsti flokkurinn í borgarstjórn með liðlega 29 prósent. Flokkurinn fékk 25,7 í borgarstjórnarkosningunum árið 2014. Fylgi Framsóknarflokks og flugvallarvina dalar hins vegar mikið og nær tæpum þremur prósentum, en var um ellefu prósent í síðustu kosningum.

Útlit er fyrir að valið standi á milli 12 framboða og af nýjum framboðum fær Viðreisn mesta fylgið, eða um sex prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×