Lífið

Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars

Birgir Olgeirsson skrifar
Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum.
Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. Vísir/Hanna/Valgarður
Tíu þjóðþekktir Íslendingar og tíu atvinnudansarar munu taka þátt í nýjum sjónvarpsþætti á Stöð 2 sem hefur göngu sína í mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af hinum vinsælu þáttum Dancing with the stars.

Fimm karlar og fimm konur, sem fólk þekkir vel til en af öðru en danshæfileikum, mun para sig saman við fagfólk úr dansheiminum. Í hverjum þætti dettur einn keppandi út þangað til einn keppandi stendur uppi sem sigurvegari í voru.

Kynnar í þáttunum verða þær Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, báðar af Akranesi, og þær hlakka mikið til eins og fram kom í Íslandi í dag í kvöld. Dómnefndin samanstendur af þeim Selmu Björnsdóttur, Karen Björk Reeve og Jóhann Gunnar Arnarsson, danskennari sem starfaði lengi vel sem bryti á Bessastöðum.

Að neðan má sjá umfjöllun um þættina í Íslandi í dag.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×