Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2018 13:57 Undarleg uppákoma á fundi í Höfða hefur undið uppá sig og fer það eftir því úr hvaða heitapotti horft er hvor kemur sviðinn út úr þeim viðskiptum, Eyþór eða Dagur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur birt á Facebooksíðu sína pistil sem lýsir umdeildum atburði sem varð á mánudag og leiddi til þess að hann vísaði Eyþóri Arnalds athafnamanni á dyr í Höfða, eins og hann horfir við sér. En Eyþór hafði mætt óboðinn í fylgd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á samráðsfund sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur. Í pistli Dags kemur meðal annars fram að Eyþór hafi ætlað sér sæti forsætisráðherra. „Í fundarboði kom skýrt fram að um hefðbundinn fund þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa í kjördæmaviku væri að ræða. Mér kom því á óvart að Eyþór Arnalds verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn skyldi koma til fundarins. Ég heilsaði honum í anddyri hússins og sagði honum hvernig í málinu lagi, fundurinn væri fyrir borgarstjórn og þingmenn en frambjóðendur hefðu ekki verið boðaðir. Ekkert fór á milli mála í þessum samskiptum,“ segir Dagur.Þá brá svo við að Eyþór gengur í salinnHann lýsir því þá að þess hafi verið beðið í nokkrar mínútur eftir að allir fundarmenn skiluðu sér, „og þegar forsætisráðherra var komin í hús bauð ég fundargestum að setjast við langborð. Ég sat fyrir miðju borðsins öðrum megin með Halldór Halldórsson oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn við hlið mér, en Guðlaug Þór utanríkisráðherra á móti mér.Þá brá svo við [að] Eyþór gengur í salinn og býst til að setjast í auða sætið við hlið Guðlaugs, sem ætlað hafði verið fyrir forsætisráðherra.“ Dagur segist hafa gert athugasemd við þetta og ítrekað hvers eðlis fundurinn væri; „hverjum hefði verið til hans boðið og að ég væri viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að sitja fundinn en hann hefði ekki verið ætlaður frambjóðendum. Ef áhugi væri á slíkum fundi þyrfti að boða hann sérstaklega. Eyþór vék við svo búið af fundinum, forsætisráðherra tók sæti sitt en utanríkisráðherra upplýsti að hann hefði boðið Eyþóri. Voru ekki höfð uppi mikið fleiri orð um þetta atvik þótt sérstakt hafi verið.“Létt yfir mannskapnum Dagur vitnar til Staksteinaskrifa Morgunblaðsins í morgun, sem borgarstjóri telur afbökun og tilraun til að leggja atburði út á versta veg. „Kemur það ekki á óvart. Verður blaðið og ritstjórn þess að eiga það við sig og sína lund. Af Höfðafundinum er hins vegar það að segja að það var óvenju létt yfir honum og umræður málefnalegar. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar voru sammála um að hann hefði verið hinn gagnlegasti og ráðgera frekari fundi um einstaka málaflokka á næstu vikum.“Staksteinar móðgaðir fyrir hönd EyþórsStaksteinaskrifin sem Dagur vísar til, líkast til skrifuð af fyrrverandi borgarstjóra Davíð Oddsyni, lýsa því að Dagur hafi fulla ástæðu til að óttast um stöðu sína. „Hvers vegna ætli borgarstjóri hafi vísað oddvita stærsta stjórnarandstöðuflokksins af samráðsfundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur? Var það gert í þágu samræðustjórnmálanna? Var það gert til að auka skilning þingmanna á þörfum Reykjavíkur? Var það‘ gert til að styrkja stöðu Reykjavíkur? Var það gert, eins og borgarstjóri heldur fram, vegna þess að oddvitinn á ekki enn sæti í borgarstjórn? Nei, ekkert af þessu getur átt við, Dagur veit, líkt og allir aðrir að oddvitinn leiðir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og er á leið í borgarstjórn.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur birt á Facebooksíðu sína pistil sem lýsir umdeildum atburði sem varð á mánudag og leiddi til þess að hann vísaði Eyþóri Arnalds athafnamanni á dyr í Höfða, eins og hann horfir við sér. En Eyþór hafði mætt óboðinn í fylgd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á samráðsfund sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur. Í pistli Dags kemur meðal annars fram að Eyþór hafi ætlað sér sæti forsætisráðherra. „Í fundarboði kom skýrt fram að um hefðbundinn fund þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa í kjördæmaviku væri að ræða. Mér kom því á óvart að Eyþór Arnalds verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn skyldi koma til fundarins. Ég heilsaði honum í anddyri hússins og sagði honum hvernig í málinu lagi, fundurinn væri fyrir borgarstjórn og þingmenn en frambjóðendur hefðu ekki verið boðaðir. Ekkert fór á milli mála í þessum samskiptum,“ segir Dagur.Þá brá svo við að Eyþór gengur í salinnHann lýsir því þá að þess hafi verið beðið í nokkrar mínútur eftir að allir fundarmenn skiluðu sér, „og þegar forsætisráðherra var komin í hús bauð ég fundargestum að setjast við langborð. Ég sat fyrir miðju borðsins öðrum megin með Halldór Halldórsson oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn við hlið mér, en Guðlaug Þór utanríkisráðherra á móti mér.Þá brá svo við [að] Eyþór gengur í salinn og býst til að setjast í auða sætið við hlið Guðlaugs, sem ætlað hafði verið fyrir forsætisráðherra.“ Dagur segist hafa gert athugasemd við þetta og ítrekað hvers eðlis fundurinn væri; „hverjum hefði verið til hans boðið og að ég væri viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að sitja fundinn en hann hefði ekki verið ætlaður frambjóðendum. Ef áhugi væri á slíkum fundi þyrfti að boða hann sérstaklega. Eyþór vék við svo búið af fundinum, forsætisráðherra tók sæti sitt en utanríkisráðherra upplýsti að hann hefði boðið Eyþóri. Voru ekki höfð uppi mikið fleiri orð um þetta atvik þótt sérstakt hafi verið.“Létt yfir mannskapnum Dagur vitnar til Staksteinaskrifa Morgunblaðsins í morgun, sem borgarstjóri telur afbökun og tilraun til að leggja atburði út á versta veg. „Kemur það ekki á óvart. Verður blaðið og ritstjórn þess að eiga það við sig og sína lund. Af Höfðafundinum er hins vegar það að segja að það var óvenju létt yfir honum og umræður málefnalegar. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar voru sammála um að hann hefði verið hinn gagnlegasti og ráðgera frekari fundi um einstaka málaflokka á næstu vikum.“Staksteinar móðgaðir fyrir hönd EyþórsStaksteinaskrifin sem Dagur vísar til, líkast til skrifuð af fyrrverandi borgarstjóra Davíð Oddsyni, lýsa því að Dagur hafi fulla ástæðu til að óttast um stöðu sína. „Hvers vegna ætli borgarstjóri hafi vísað oddvita stærsta stjórnarandstöðuflokksins af samráðsfundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur? Var það gert í þágu samræðustjórnmálanna? Var það gert til að auka skilning þingmanna á þörfum Reykjavíkur? Var það‘ gert til að styrkja stöðu Reykjavíkur? Var það gert, eins og borgarstjóri heldur fram, vegna þess að oddvitinn á ekki enn sæti í borgarstjórn? Nei, ekkert af þessu getur átt við, Dagur veit, líkt og allir aðrir að oddvitinn leiðir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og er á leið í borgarstjórn.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01