Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2018 08:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Vísir/Anton Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44