Fjármálaráðherra segir ASÍ og SA ekki geta varpað ábyrgð samninga í fang ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 18:30 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson. Kjaramál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kjaramál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira