Innlent

Grímseyingar komi þungum munum úr hillum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Stærsti skjálftinn reið yfir í dag, 5.2 stig.
Stærsti skjálftinn reið yfir í dag, 5.2 stig. Vísir/Pjetur
Viðlagatryggingar minna fólk á skjálftasvæðum að hafa samband ef tjón hlýst vegna jarðskjálfta. Fólk er þá hvatt til að taka niður þunga muni úr hillum en þeir eru hvað hættulegastir þegar skjálftar ríða yfir. Stöðug jarðskjálftavirkni hefur verið í grennd við Grímsey undanfarna daga.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri viðlagatrygginga segir að enn hafi engar tilkynningar borist vegna skjálftanna.

„Þær ráðstafanir sem fólk getur gert til þess að það skaðist ekki sjálft í mögulegum stærri skjálftum þannig að það forði þungum hlutum niður á gólf sem að mögulega kunni að vera uppi á hillum. Við höfum ekki enn þá fengið neinar tilkynningar um að það hafi orðið skemmdir. Ég hafði samband í morgun við formann hverfisráðs í Grímsey og hann vissi ekki til þess að það hafi orðið neinar alvarlegar skemmdir,“ segir Hulda.

Hún hvetur fólk til að hafa samband ef tjón hlýst vegna skjálfta.

„Það sem er kannski mikilvægast fyrir okkur er að fólk viti af okkur og viti hvert það eigi að snúa sér ef tjón verður. Við reiknum með að koma skriflegum skilaboðum til Grímseyinga núna seinna í dag með aðstoð þeirra eyjamanna þannig að fólk hafi upplýsingar um hvert eigi að snúa sér og í hvaða tilvikum hlutirnir eru tryggðir hjá okkar,“ segir Hulda.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.