Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:15 Bálhvasst og töluverður snjór gerði ökumönnum erfitt fyrir á Hellisheiði í gærkvöldi. ívar halldórsson Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26
Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25
Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49