Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 18:26 Gul viðvörun er fyrir allt landið í kvöld. Skjáskot/Veðurstofan Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira