Forseti Hæstaréttar vill sem minnst af Jóni Steinari vita Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 10:53 Dómarar við Hæstarétt Íslands láta sem Jón Steinar sé ekki til. Þorgeir situr lengst til vinstri á myndinni. vefur Hæstaréttar Íslands Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“ Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“
Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent