Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2017 14:22 Jón Steinar hefur eitt og annað við Lögmannafélagið að athuga. Lögmannafélag Íslands hefur hafnað ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um almennan félagsfund. Jón Steinar sjálfur segir þessa niðurstöðu sæta furðu og það sem meira er: Hann telur lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og varaformaður félagsins, segir það ískalt mat að félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug. Vísir greindi frá þessu erindi en tilefni áskorunar lögmannsins var fundur Dómarafélags Íslands þar sem bók hans var til umfjöllunar með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars. Honum þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum,“ sagði Jón Steinar af því tilefni og vísar þá til tölu sem Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, hélt við þetta tilefni.Jón Steinar furðar sig stjórninniBréfið frá stjórn Lögmannafélagsins er skorinort: Um efnið vísast í bréf þitt til stjórnar Lögmannafélags Íslands dags. 27. nóvember sl. þar sem gerð er tillaga um að félagið standi fyrir fundi til að ræða efni bókar þinnar „Með lognið í fangið“. Stjórn Lögmannafélagsins hefur fjallað um erindi þitt en telur ekki efni til að boða til sérstaks fundar til að fjalla um efni bókarinnar.“ Og undir ritar Ingimar Ingason framkvæmdastjóri. „Þessi afgreiðsla á erindi mínu vekur undrun,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Og bætir því við að hann hefði talið að félag málflutningsmanna bæri, eða ætti að bera, virðingu fyrir tjáskiptum og því að fella ekki dóma án þess að menn hafi átt þess kost að tjá sig. „Þess vegna átti ég von á því að vel yrði tekið í að halda þennan fund. Ef einhver annar aðili hér í samfélaginu hefur áhuga á að halda svona fund og bjóða mér, formanni Lögmannafélagsins og eftir atvikum einhverjum úr dómarafélaginu ef vill, til að fjalla um bók mína og þá ætlaðar misfellur í henni þá væri það vel þegið af minni hálfu.“Á snaga hjá dómurumErtu þá þeirrar skoðunar að það megi greina það viðhorf hjá Lögmannafélaginu og lögmönnum þá almennt að þeir leggi allt kapp á að eiga gott veður hjá lögmönnum?Arnar Þór segir félaga ekki eiga lögvarinn rétt á að krefjast fundar um hvað eina.„Því miður finnst mér það. Ekki síst undir þeirri stjórn sem nú situr í félaginu. Það þurfti sérstaka áskorun til að fá félagið til að halda fund um valdbeitingu hæstaréttar gagnvart málflytjendum, að stytta ræðutímann með einhliða ákvörðunum. Andstætt lögum að mínum dómi. Vildu ekki hreyfa sig sem er furðulegt. Eins og félagið sé eins og hengt uppá snaga hjá dómurum.“Einróma niðurstaða stjórnarReimar Pétursson formaður er staddur erlendis en varaformaður er sem áður sagði Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður. Hann segir að um einróma niðurstöðu stjórnar hafi verið að ræða og kannski ekki meira um það að segja. „Félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Arnar Þór – slíkt sé hið ískalda mat. Hann bendir á að Jón Steinar, sem er heiðursfélagi, eigi þann kost að fá tiltekinn fjölda félaga til að undirrita ósk um félagsfund. „Það er honum frjálst, sem og öðrum félagsmönnum. Og þá yrði að sjálfsögðu orðið við þeim tilmælum, í samræmi við samþykkir.“ Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Sjá meira
Lögmannafélag Íslands hefur hafnað ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um almennan félagsfund. Jón Steinar sjálfur segir þessa niðurstöðu sæta furðu og það sem meira er: Hann telur lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og varaformaður félagsins, segir það ískalt mat að félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug. Vísir greindi frá þessu erindi en tilefni áskorunar lögmannsins var fundur Dómarafélags Íslands þar sem bók hans var til umfjöllunar með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars. Honum þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum,“ sagði Jón Steinar af því tilefni og vísar þá til tölu sem Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, hélt við þetta tilefni.Jón Steinar furðar sig stjórninniBréfið frá stjórn Lögmannafélagsins er skorinort: Um efnið vísast í bréf þitt til stjórnar Lögmannafélags Íslands dags. 27. nóvember sl. þar sem gerð er tillaga um að félagið standi fyrir fundi til að ræða efni bókar þinnar „Með lognið í fangið“. Stjórn Lögmannafélagsins hefur fjallað um erindi þitt en telur ekki efni til að boða til sérstaks fundar til að fjalla um efni bókarinnar.“ Og undir ritar Ingimar Ingason framkvæmdastjóri. „Þessi afgreiðsla á erindi mínu vekur undrun,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Og bætir því við að hann hefði talið að félag málflutningsmanna bæri, eða ætti að bera, virðingu fyrir tjáskiptum og því að fella ekki dóma án þess að menn hafi átt þess kost að tjá sig. „Þess vegna átti ég von á því að vel yrði tekið í að halda þennan fund. Ef einhver annar aðili hér í samfélaginu hefur áhuga á að halda svona fund og bjóða mér, formanni Lögmannafélagsins og eftir atvikum einhverjum úr dómarafélaginu ef vill, til að fjalla um bók mína og þá ætlaðar misfellur í henni þá væri það vel þegið af minni hálfu.“Á snaga hjá dómurumErtu þá þeirrar skoðunar að það megi greina það viðhorf hjá Lögmannafélaginu og lögmönnum þá almennt að þeir leggi allt kapp á að eiga gott veður hjá lögmönnum?Arnar Þór segir félaga ekki eiga lögvarinn rétt á að krefjast fundar um hvað eina.„Því miður finnst mér það. Ekki síst undir þeirri stjórn sem nú situr í félaginu. Það þurfti sérstaka áskorun til að fá félagið til að halda fund um valdbeitingu hæstaréttar gagnvart málflytjendum, að stytta ræðutímann með einhliða ákvörðunum. Andstætt lögum að mínum dómi. Vildu ekki hreyfa sig sem er furðulegt. Eins og félagið sé eins og hengt uppá snaga hjá dómurum.“Einróma niðurstaða stjórnarReimar Pétursson formaður er staddur erlendis en varaformaður er sem áður sagði Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður. Hann segir að um einróma niðurstöðu stjórnar hafi verið að ræða og kannski ekki meira um það að segja. „Félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Arnar Þór – slíkt sé hið ískalda mat. Hann bendir á að Jón Steinar, sem er heiðursfélagi, eigi þann kost að fá tiltekinn fjölda félaga til að undirrita ósk um félagsfund. „Það er honum frjálst, sem og öðrum félagsmönnum. Og þá yrði að sjálfsögðu orðið við þeim tilmælum, í samræmi við samþykkir.“
Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Sjá meira
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00
Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45