Húsið við Veghúsastíg 1 fær að fjúka Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Eigendur hússins hafa beðið í tvö ár eftir niðurstöðu í máli sínu. Þeir héldu því fram að húsið væri slysagildra og að það væri óíbúðarhæft. Nú hefur úrskurðarnefndin tekið ákvörððun þeim í vil. Vísir/Anton Brink Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar.
Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00